Rjúpnaveiðar hefjast á morgun

Rjúpnaveiðar hefjast á morgun.
Rjúpnaveiðar hefjast á morgun. mbl.is/Golli

Rjúpnaveiðitímabilið í ár hefst á morgun. Sama fyrirkomulag verður á veiðunum og í fyrra. Veiðidagar verða aðeins 9 vegna bágrar stöðu stofnsins og skiptast þeir niður á fjórar helgar.

Leyfilegt er að veiða rjúpur á eftirfarandi dögum:

  • Föstudaginn 26. október - sunnudagsins 28. október (3 dagar)
  • Laugardaginn 3. nóvember - sunnudaginn 4. nóvember (2 dagar)
  • Laugardaginn 17. nóvember - sunnudaginn 18. nóvember ( 2 dagar)
  • Laugardaginn 24. nóvember - sunnudaginn 25. nóvember (2 dagar)

Sölubann gildir áfram á rjúpu og öllum rjúpnaafurðum og áfram er friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði á Suðvesturlandi.

Umhverfisstofnun hvetur rjúpnaskyttur til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar og ganga vel um náttúruna. Umhverfisstofnun hvetur veiðimenn til að nota rafrænu veiðibókina og einnig að kynna sér vel hvar þeir mega veiða. Virkt eftirlit verður með veiðunum á landi og úr lofti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert