Lenti í Noregi vegna bilunar

WOW air
WOW air mbl.is

Farþegavél WOW air varð að lenda í Björgvin í Noregi nú á fjórða tímanum vegna bilunar. Vélin var að fljúga frá Berlín í Þýsklandi til Íslands. Ekki er um alvarlega bilun að ræða segir upplýsingafulltrúi félagsins.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir að flugstjórinn hafi fengið merki um að loftþrýstingur hefði fallið í farþegarými vélarinnar og var því ákveðið að lenda í Noregi. Svanhvít tekur fram við að farþegarnir hafi ekki orðið varir við neitt.

Hún segir ennfremur að ekki sé um alvarlega bilun að ræða og hún telur mjög líklegt að vélin fari fljótlega í loftið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert