Gjald á tæki leggst á tannþráð og krem

Tannlæknar eru andvígir eftirlitsgjaldi með lækningatækjum.
Tannlæknar eru andvígir eftirlitsgjaldi með lækningatækjum. mbl.is/Árni Sæberg

Áform um upptöku eftirlitsgjalds vegna markaðseftirlits með lækningatækjum eru harðlega gagnrýnd í umsögnum við frumvarp velferðarráðherra til velferðarnefndar Alþingis.

Halda tannlæknar því fram að hækkanir á aðföngum þeirra muni lenda beint á sjúklingum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að gjaldið muni leggjast á fjölmarga vöruflokka og er bent á í umsögnum að það muni m.a. verða lagt á tannþræði, plástra, tannkrem, smokka og barnableiur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert