Húsið selt á 700 þúsund

Andreuhús
Andreuhús Af vef bb

Hið sögufræga Andreuhús á Patreksfirði hefur verið til sölu undanfarið, en húsið hefur nú verið selt. Upphæðin þykir ekki há fyrir rúmlega 116 fm einbýlishús, en húsið seldist á 700.000 kr.

Andreuhús, Aðalstræti 71a, en sex áttu hlut í húsinu sem allir hafa verið seldir til nýs eigenda, segir í frétt á vef BB.

„Vesturbyggð var einn af eigendum hússins. Húsið er ekki sínu besta ásigkomulagi, en það þarfnast mikils viðhalds. Engu að síður þykir það tíðindum sæta að jafn stórt og sögufrægt hús seljist fyrir jafn litla fjárhæð.

Húsið er kennt við Andreu nokkra, sem missti mann sinn frá níu börnum. Andrea átti tvenna tvíbura, og fatlaðan son sem bar nafnið Vikar. Í þá daga voru engir hjólastólar til, en börnin báru Vikar á bakinu svo hann gæti verið með í leikjum þeirra. Vikar varð síðar stofnandi Barðstrendingafélagsins og stóð fyrir byggingu Bjarkalundar. Andrea var sjálf mjög virk í verkalýðsbaráttunni og var aðalhvatamaður að byggingu gömlu sundlaugarinnar í bænum,“ segir á vef BB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert