Samtök atvinnulífsins styðja LÍÚ

Helgi Bjarnason

Stjórn Samtaka atvinnulífsins fjallaði á fundi sínum í dag um kjaradeilu LÍU og sjómanna. Útgerðir geta ekki brugðist við með því að ná niður launakostnaði á móti slíkum hækkunum nema í gegnum kjarasamninga. LÍÚ telur að engar líkur séu til að niðurstaða fáist í kjaradeiluna á annan hátt en að til vinnustöðvunar komi, segir í frétt á vef SA.

Aðalfundur LÍÚ samþykkti að hefja þann feril að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann og nú hefur stjórn SA samþykkt heimild fyrir LÍÚ til slíkrar atkvæðagreiðslu.

Á fundi stjórnar SA í dag var samþykkt eftirfarandi ályktun:

„Stjórn SA heimilar Landssambandi íslenskra útvegsmanna að taka ákvörðun um verkbann sem nær til sjómanna sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum sambandsins. Um þá ákvörðun sem byggir á atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna fer samkvæmt samþykktum LÍÚ.“

Ályktunin er gerð í samræmi við ákvæði í samþykktum SA þar sem stjórnin getur heimilað aðildarsamtökum sínum að boða verkbann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert