Menntun í samræmi við trúarskoðun

Frá fundi stjórnlagaráðs.
Frá fundi stjórnlagaráðs. Morgunblaðið/Ómar

Sérfræðingahópur sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár gerir töluverðar breytingar á frumvarpi stjórnlagaráðs. Meðal annars bætir hópurinn við nýju ákvæði í kaflann um menntun.

Í kaflanum um menntun segir að öllum skuli tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skuli standa til boða menntun án endurgjalds og að menntun skuli miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur.

Sérfræðingahópurinn bætti svo inn ákvæði, nýju verndarandlagi, sem hljómar svo: „Virða skal rétt foreldra til þess að tryggja að menntun barna þeirra sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra.“

Í skýringum segir að þetta sé gert í samræmi við mannréttindasáttmála.

Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert