Rætt um endurskoðun kirkjujarðasamningsins

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við setningu Prestastefnu 2012 í Hallgrímskirkju.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við setningu Prestastefnu 2012 í Hallgrímskirkju.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að ríkið sé reiðubúið að setjast að samningaborðinu og endurskoða kirkjujarðasamninginn sem var gerður við þjóðkirkjuna árið 1997. „Við munum eiga viðræðufundi með kirkjunni um það efni.“

Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi um stöðu þjóðkirkjunnar og safnaða landsins í ljósi niðurskurðar undanfarinna ára, en Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi.

Ögmundur segir að það sama eigi við kirkjuna og aðrar stofnanir í samfélaginu sem hafi orðið af peningum vegna hrunsins. „Spurningin er hins vegar sú á hvern hátt við færum þennan samning inn í framtíðina. Við erum tilbúin og opin fyrir því að setjast niður með kirkjunni með það fyrir augum að endurskoða þennan samning.“

Birgir spurði Ögmund hvernig hann sæi fyrir sér þróunina í samskiptum ríkis og kirkju á næstu árum. „Það er eðlilegt að hæstvirtur innanríkisráðherra svari því hvort að það séu fyrirhugaðar breytingar á lagaumhverfi þjóðkirkjunnar og þá hverjar,“ spurði Birgir.

Þá spurði Birgir hvort breytingar væru fyrirhugaðar á samkomulagi ríkis og kirkju frá 1997 og hvort einhverjar viðræður ættu sér stað um það. Loks hvort og þá hvernig ráðherra hygðist bregðast við áhyggjum, bæði lærðra og leikra, um fjárhagsstöðu sókna og afleiðinga hennar fyrir safnaðarstarfið.

Beðið tillagna frá kirkjuþingi

„Við lítum svo á, og ég held að ég tali þar fyrir hönd Alþingis almennt, að kirkjan sé sjálfstæð og sjálfráð um sín innri málefni,“ segir Ögmundur og bætir við að það hafi  verið grundvallarforsenda samkomulagsins frá 1997.

Hvað þetta snertir þá vinni kirkjuþing nú að tillögugerð og tillögurnar verði teknar fyrir í innanríkisráðuneytinu þegar þær liggja fyrir „en þó fyrst og fremst sem milligönguaðili að koma því á framfæri við Alþingi sem síðan sest yfir það“.

Ögmundur bendir á að þjóðkirkjan fái framlög á fjárlögum til að standa straum af rekstri sínum. Í höfuðdráttum séu framlögin af tvennum toga.

Í fyrsta lagi framlag til Biskupsstofu til að greiða laun tiltekins fjölda kirkjunnar þjóna og starfsmanna Biskupsstofu. Þetta sé bundið í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997. „Það er jafnframt samningsbundið og byggt á svokölluðu kirkjujarðasamkomulagi frá sama ári. En með því afsalaði þjóðkirkjan til ríkisins eignum og eru greiðslur ríkisins hugsaðar sem arður af þeim eignum,“ segir Ögmundur.

Í öðru lagi sé um að ræða framlag á fjárlögum til að standa straum af rekstrarkostnaði sókna þjóðkirkjunnar og kirkjuhúsa. Framlagið er bundið í lögum um sóknargjöld og fleira frá árinu 1987. Ögmundur bendir á að skv. eldri lögum um sama efni, þá hafi sóknirnar sjálfar annast álagningu og innheimtu sóknargjaldsins. Með gildandi lögum hafi sóknargjaldið, með samþykki kirkjunnar, hins vegar verið umreiknað yfir í tiltekið hlutfall tekjuskatts. Innheimt með honum og skilað til sóknanna með mánaðarlegum greiðslum.

„Því hefur verið haldið fram að með þessari breytingu sé nú sá eðlismunur á að ríkið innheimti ekki lengur sóknargjöld og framlagið til sóknanna sé eins og hvert annað framlag úr ríkissjóði, fjármagnað með almennri skattheimtu. Að mínum dómi er þetta misskilningur. Sóknargjaldið var alltaf hugsað sem gjald þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni. Til hennar fyrir félagsaðild,“ sagði Ögmundur.

Kirkjan ekki andmælt að hún lúti sömu skerðingu og aðrir

Eftir efnahagshrunið árið 2008 voru bæði framlögin til kirkjunnar skert. „Framlögin sem byggjast á kirkjujarðasamkomulaginu hafa verið skert með samkomulagi við þjóðkirkjuna og hefur kirkjuþing árlega samþykkt slíka skerðingu,“ sagði Ögmundur.

Birgir segir að það sem sé alvarlegast í þessu sé að ríkið hafi innheimt tiltekin gjöld á tilteknum forsendum sem sóknargjöld „en skilar ekki nema hluta af þeim til þess sem er hinn réttmæti eigandi“, sagði hann.

„Ríkið hefur seilst ofan í vasa kirkjunnar, ef svo má segja, með því að halda eftir hluta af því gjaldi sem ríkið hefur innheimt fyrir hönd safnaðanna, sóknanna,“ sagði hann ennfremur.

„Kirkjan hefur aldrei andmælt því að hún lúti sömu skerðingu og aðrir aðilar í þjóðfélaginu. Hún hefur aldrei gert ágreining um þetta. Hún hefur hins vegar viljað láta hið sama ganga yfir sig og aðra. Það sem gerðist með sóknargjöldin var að þau voru látin lúta skerðingum en síðan ekki verðbætt. Það er nokkuð sem kom fram í skýrslu sem ég lét gera í fyrra og sýndi fram á að sóknargjöldin hefðu sætt meiri skerðingu en gerðist almennt um stofnanir hins opinbera,“ sagði Ögmundur.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðin tíma vegna snjóflóðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

14:58 „Það er pressa; það eru náttúrlega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan. Meira »

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

15:03 Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Meira »

Fær 15 daga til að yfirgefa landið

14:48 Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Chuong Le Bui, kokkanema frá Víetnam, um dvalarleyfi hér á landi. Henni hafa verið gefnir fimmtán dagar til að yfirgefa landið. Meira »

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

13:42 Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. Meira »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

11:58 „Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Meira »

Öflug vöktun vegna óhreinsaðs skólps

11:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun vakta strandlengjuna við og í nágrenni Faxaskjóls oftar en ella meðan á viðgerð Veitna stendur í skólpdælustöðinni Faxaskjóli dagana 20. til 27. nóvember samkvæmt áætlun. Niðurstöður mælinga eru birtar á vef Heilbrigðiseftirlitsins eftir því sem þær berast. Meira »

UNICEF veitir skólum viðurkenningu

11:43 Í tilefni alþjóðlegs dags barna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim fengu fyrstu réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. Meira »

Tvær hrunskýrslur í janúar

11:57 Tvær skýrslur sem tengjast beint hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmlega níu árum síðan verða birtar í janúar. Er önnur skýrslan um veitingu þrautavaraláns Seðlabankans til Kaupþings rétt fyrir hrun bankans og hin skýrslan um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Meira »

Leit ekki út fyrir að vera alvarlegt

11:45 Fólkið sem lenti í rútuslysinu við Lýsuhól á Snæfellsnesi í gær leit ekki út fyrir að vera alvarlega slasað á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Þrír voru engu að síður fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Alvarlegt slys á Biskupstungnabraut

11:42 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Biskupstungnabrautin lokuð við Sogið vegna umferðarslyss. Ekki vita að hversu lengi lokunin varir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma á slysstað. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn . ALLT til AL...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Maríuerlur eftir Miðdal til sölu
Til sölu stytta eftir Guðmund frá Miðdal, Maríuerlur. Einnig til Músarrindill Up...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...