Rætt um endurskoðun kirkjujarðasamningsins

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við setningu Prestastefnu 2012 í Hallgrímskirkju.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við setningu Prestastefnu 2012 í Hallgrímskirkju.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að ríkið sé reiðubúið að setjast að samningaborðinu og endurskoða kirkjujarðasamninginn sem var gerður við þjóðkirkjuna árið 1997. „Við munum eiga viðræðufundi með kirkjunni um það efni.“

Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi um stöðu þjóðkirkjunnar og safnaða landsins í ljósi niðurskurðar undanfarinna ára, en Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi.

Ögmundur segir að það sama eigi við kirkjuna og aðrar stofnanir í samfélaginu sem hafi orðið af peningum vegna hrunsins. „Spurningin er hins vegar sú á hvern hátt við færum þennan samning inn í framtíðina. Við erum tilbúin og opin fyrir því að setjast niður með kirkjunni með það fyrir augum að endurskoða þennan samning.“

Birgir spurði Ögmund hvernig hann sæi fyrir sér þróunina í samskiptum ríkis og kirkju á næstu árum. „Það er eðlilegt að hæstvirtur innanríkisráðherra svari því hvort að það séu fyrirhugaðar breytingar á lagaumhverfi þjóðkirkjunnar og þá hverjar,“ spurði Birgir.

Þá spurði Birgir hvort breytingar væru fyrirhugaðar á samkomulagi ríkis og kirkju frá 1997 og hvort einhverjar viðræður ættu sér stað um það. Loks hvort og þá hvernig ráðherra hygðist bregðast við áhyggjum, bæði lærðra og leikra, um fjárhagsstöðu sókna og afleiðinga hennar fyrir safnaðarstarfið.

Beðið tillagna frá kirkjuþingi

„Við lítum svo á, og ég held að ég tali þar fyrir hönd Alþingis almennt, að kirkjan sé sjálfstæð og sjálfráð um sín innri málefni,“ segir Ögmundur og bætir við að það hafi  verið grundvallarforsenda samkomulagsins frá 1997.

Hvað þetta snertir þá vinni kirkjuþing nú að tillögugerð og tillögurnar verði teknar fyrir í innanríkisráðuneytinu þegar þær liggja fyrir „en þó fyrst og fremst sem milligönguaðili að koma því á framfæri við Alþingi sem síðan sest yfir það“.

Ögmundur bendir á að þjóðkirkjan fái framlög á fjárlögum til að standa straum af rekstri sínum. Í höfuðdráttum séu framlögin af tvennum toga.

Í fyrsta lagi framlag til Biskupsstofu til að greiða laun tiltekins fjölda kirkjunnar þjóna og starfsmanna Biskupsstofu. Þetta sé bundið í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997. „Það er jafnframt samningsbundið og byggt á svokölluðu kirkjujarðasamkomulagi frá sama ári. En með því afsalaði þjóðkirkjan til ríkisins eignum og eru greiðslur ríkisins hugsaðar sem arður af þeim eignum,“ segir Ögmundur.

Í öðru lagi sé um að ræða framlag á fjárlögum til að standa straum af rekstrarkostnaði sókna þjóðkirkjunnar og kirkjuhúsa. Framlagið er bundið í lögum um sóknargjöld og fleira frá árinu 1987. Ögmundur bendir á að skv. eldri lögum um sama efni, þá hafi sóknirnar sjálfar annast álagningu og innheimtu sóknargjaldsins. Með gildandi lögum hafi sóknargjaldið, með samþykki kirkjunnar, hins vegar verið umreiknað yfir í tiltekið hlutfall tekjuskatts. Innheimt með honum og skilað til sóknanna með mánaðarlegum greiðslum.

„Því hefur verið haldið fram að með þessari breytingu sé nú sá eðlismunur á að ríkið innheimti ekki lengur sóknargjöld og framlagið til sóknanna sé eins og hvert annað framlag úr ríkissjóði, fjármagnað með almennri skattheimtu. Að mínum dómi er þetta misskilningur. Sóknargjaldið var alltaf hugsað sem gjald þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni. Til hennar fyrir félagsaðild,“ sagði Ögmundur.

Kirkjan ekki andmælt að hún lúti sömu skerðingu og aðrir

Eftir efnahagshrunið árið 2008 voru bæði framlögin til kirkjunnar skert. „Framlögin sem byggjast á kirkjujarðasamkomulaginu hafa verið skert með samkomulagi við þjóðkirkjuna og hefur kirkjuþing árlega samþykkt slíka skerðingu,“ sagði Ögmundur.

Birgir segir að það sem sé alvarlegast í þessu sé að ríkið hafi innheimt tiltekin gjöld á tilteknum forsendum sem sóknargjöld „en skilar ekki nema hluta af þeim til þess sem er hinn réttmæti eigandi“, sagði hann.

„Ríkið hefur seilst ofan í vasa kirkjunnar, ef svo má segja, með því að halda eftir hluta af því gjaldi sem ríkið hefur innheimt fyrir hönd safnaðanna, sóknanna,“ sagði hann ennfremur.

„Kirkjan hefur aldrei andmælt því að hún lúti sömu skerðingu og aðrir aðilar í þjóðfélaginu. Hún hefur aldrei gert ágreining um þetta. Hún hefur hins vegar viljað láta hið sama ganga yfir sig og aðra. Það sem gerðist með sóknargjöldin var að þau voru látin lúta skerðingum en síðan ekki verðbætt. Það er nokkuð sem kom fram í skýrslu sem ég lét gera í fyrra og sýndi fram á að sóknargjöldin hefðu sætt meiri skerðingu en gerðist almennt um stofnanir hins opinbera,“ sagði Ögmundur.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »
Húsnæði óskast til leigu
Hjón á sextugsaldri óska eftir góðu húsnæði með a.m.k. þremur svefnherbergjum. L...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Hreinsa þakrennur/ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
 
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...