Rætt um endurskoðun kirkjujarðasamningsins

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við setningu Prestastefnu 2012 í Hallgrímskirkju.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra við setningu Prestastefnu 2012 í Hallgrímskirkju.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að ríkið sé reiðubúið að setjast að samningaborðinu og endurskoða kirkjujarðasamninginn sem var gerður við þjóðkirkjuna árið 1997. „Við munum eiga viðræðufundi með kirkjunni um það efni.“

Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi um stöðu þjóðkirkjunnar og safnaða landsins í ljósi niðurskurðar undanfarinna ára, en Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi.

Ögmundur segir að það sama eigi við kirkjuna og aðrar stofnanir í samfélaginu sem hafi orðið af peningum vegna hrunsins. „Spurningin er hins vegar sú á hvern hátt við færum þennan samning inn í framtíðina. Við erum tilbúin og opin fyrir því að setjast niður með kirkjunni með það fyrir augum að endurskoða þennan samning.“

Birgir spurði Ögmund hvernig hann sæi fyrir sér þróunina í samskiptum ríkis og kirkju á næstu árum. „Það er eðlilegt að hæstvirtur innanríkisráðherra svari því hvort að það séu fyrirhugaðar breytingar á lagaumhverfi þjóðkirkjunnar og þá hverjar,“ spurði Birgir.

Þá spurði Birgir hvort breytingar væru fyrirhugaðar á samkomulagi ríkis og kirkju frá 1997 og hvort einhverjar viðræður ættu sér stað um það. Loks hvort og þá hvernig ráðherra hygðist bregðast við áhyggjum, bæði lærðra og leikra, um fjárhagsstöðu sókna og afleiðinga hennar fyrir safnaðarstarfið.

Beðið tillagna frá kirkjuþingi

„Við lítum svo á, og ég held að ég tali þar fyrir hönd Alþingis almennt, að kirkjan sé sjálfstæð og sjálfráð um sín innri málefni,“ segir Ögmundur og bætir við að það hafi  verið grundvallarforsenda samkomulagsins frá 1997.

Hvað þetta snertir þá vinni kirkjuþing nú að tillögugerð og tillögurnar verði teknar fyrir í innanríkisráðuneytinu þegar þær liggja fyrir „en þó fyrst og fremst sem milligönguaðili að koma því á framfæri við Alþingi sem síðan sest yfir það“.

Ögmundur bendir á að þjóðkirkjan fái framlög á fjárlögum til að standa straum af rekstri sínum. Í höfuðdráttum séu framlögin af tvennum toga.

Í fyrsta lagi framlag til Biskupsstofu til að greiða laun tiltekins fjölda kirkjunnar þjóna og starfsmanna Biskupsstofu. Þetta sé bundið í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997. „Það er jafnframt samningsbundið og byggt á svokölluðu kirkjujarðasamkomulagi frá sama ári. En með því afsalaði þjóðkirkjan til ríkisins eignum og eru greiðslur ríkisins hugsaðar sem arður af þeim eignum,“ segir Ögmundur.

Í öðru lagi sé um að ræða framlag á fjárlögum til að standa straum af rekstrarkostnaði sókna þjóðkirkjunnar og kirkjuhúsa. Framlagið er bundið í lögum um sóknargjöld og fleira frá árinu 1987. Ögmundur bendir á að skv. eldri lögum um sama efni, þá hafi sóknirnar sjálfar annast álagningu og innheimtu sóknargjaldsins. Með gildandi lögum hafi sóknargjaldið, með samþykki kirkjunnar, hins vegar verið umreiknað yfir í tiltekið hlutfall tekjuskatts. Innheimt með honum og skilað til sóknanna með mánaðarlegum greiðslum.

„Því hefur verið haldið fram að með þessari breytingu sé nú sá eðlismunur á að ríkið innheimti ekki lengur sóknargjöld og framlagið til sóknanna sé eins og hvert annað framlag úr ríkissjóði, fjármagnað með almennri skattheimtu. Að mínum dómi er þetta misskilningur. Sóknargjaldið var alltaf hugsað sem gjald þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni. Til hennar fyrir félagsaðild,“ sagði Ögmundur.

Kirkjan ekki andmælt að hún lúti sömu skerðingu og aðrir

Eftir efnahagshrunið árið 2008 voru bæði framlögin til kirkjunnar skert. „Framlögin sem byggjast á kirkjujarðasamkomulaginu hafa verið skert með samkomulagi við þjóðkirkjuna og hefur kirkjuþing árlega samþykkt slíka skerðingu,“ sagði Ögmundur.

Birgir segir að það sem sé alvarlegast í þessu sé að ríkið hafi innheimt tiltekin gjöld á tilteknum forsendum sem sóknargjöld „en skilar ekki nema hluta af þeim til þess sem er hinn réttmæti eigandi“, sagði hann.

„Ríkið hefur seilst ofan í vasa kirkjunnar, ef svo má segja, með því að halda eftir hluta af því gjaldi sem ríkið hefur innheimt fyrir hönd safnaðanna, sóknanna,“ sagði hann ennfremur.

„Kirkjan hefur aldrei andmælt því að hún lúti sömu skerðingu og aðrir aðilar í þjóðfélaginu. Hún hefur aldrei gert ágreining um þetta. Hún hefur hins vegar viljað láta hið sama ganga yfir sig og aðra. Það sem gerðist með sóknargjöldin var að þau voru látin lúta skerðingum en síðan ekki verðbætt. Það er nokkuð sem kom fram í skýrslu sem ég lét gera í fyrra og sýndi fram á að sóknargjöldin hefðu sætt meiri skerðingu en gerðist almennt um stofnanir hins opinbera,“ sagði Ögmundur.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stjórnin segir sig úr Framsókn

09:44 Fimm stjórnarmenn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar hafa sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og segjast ekki eiga neina samleið með flokknum. Meira »

Skartgriparánið upplýst

09:35 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem hún hafði til rannsóknar. Fyrr í mánuðinum var lögreglan kölluð til á heimili í Reykjavík en þar hafði maður rænt skartgripum af eldri konu. Meira »

Gríðarleg eftirsjá að Sigmundi

09:01 „Það er gríðarleg eftirsjá að Sigmundi Davíð fyrir Framsóknarflokkinn. En á sama tíma held ég að það sé í sjálfu sér gott fyrir Ísland að hann sé ekki hættur í stjórnmálum,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, útilokar ekki að bjóða sig fram á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...