Flæðir yfir hafnarbakka

Óvenjumikil sjávarhæð er í höfnum á Suðvesturlandi og er byrjað að flæða yfir hafnarbakka í Reykjavík. Landhelgisgæslan varaði við því í gær að samfara slæmri veðurspá og um 972 mb loftþrýstingi verður óvenjumikil sjávarhæð næstu daga.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að stærsti straumur ársins sé í dag ásamt þeim sem verður eftir mánuð á nýju tungli. Í dag og á morgun verður 970 mb lægð skammt fyrir vestan landið. Loftþrýstingur verður hvað lægstur í kringum Ólafsvík, úti fyrir Patreksfirði og Rauðasandi, sagði Einar í gærkvöldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert