Borgarstjóri vill að borgin eignist Perluna

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur lagt fram tillögu um að heimila Reykjavíkurborg að ganga til viðræðna við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á Perlunni.

Borgarráð tók tillöguna til umfjöllunar í gær en að beiðni sjálfstæðismanna var málinu frestað um viku, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í tillögunni er Reykjavíkurborg heimilað að ganga til samninga við ríkið um að það leigi húsið í allt að 15 ár og komi þar upp náttúruminjasafni. Í fréttatilkynningu segir að í greinargerð starfshóps sem skipaður var um kaup borgarinnar á Perlunni kom fram að Perlan bjóði upp á mjög góða möguleika til að koma upp náttúruminjasýningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert