Nefndaráliti skilað á mánudag

Mörður Árnason.
Mörður Árnason. mbl.is/Ernir

Mörður Árnason, framsögumaður meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar fyrir áliti um rammaáætlunina, segist stefna að því að álitið verði sent út úr nefndinni á mánudag. Drög að álitinu upp á 40 síður séu tilbúin.

Hann segir meirihluta vera í nefndinni fyrir óbreyttri þingsályktunartillögu umhverfisráðherra, engar breytingartillögur séu gerðar. Jafnframt telur Mörður að meirihluti sé fyrir málinu á Alþingi.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fundar um málið í dag, þar sem einn gestur kemur fyrir nefndina. Atvinnuveganefnd þingsins er einnig á fundi í dag, þar sem rammaáætlunin er á dagskrá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert