Skuldirnar margfaldast

Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum 1980 - 2011 (%).
Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum 1980 - 2011 (%). mbl.is

Skuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hafa tólffaldast síðan árið 1980 og eru nú ríflega 240% af tekjunum. Skuldahlutfallið hefur aukist nær samfellt ár frá ári nema hvað það lækkaði töluvert í fyrra.

Þetta má lesa út úr nýjustu PeningamálumSeðlabanka Íslands. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Valdimar Ármann, hagfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Gamma, heimilin taka áhættu með því að skuldsetja sig svona mikið.

„Líkt og hjá fyrirtækjum leiðir of mikil skuldsetning heimila til þess að geta þeirra til að takast á við áföll minnkar. Það segir sig sjálft.“

Fram kemur í blaðinu, að notkun kreditkorta og bílalán hafa ýtt undir skuldasöfnunina og er notkun kortanna að aukast á ný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert