Krefjast viðskiptabanns á Ísrael

Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína, fylgist með …
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína, fylgist með Stefáni Jónssyni afhenda Ögmundi Jónassyni undirskriftirnar í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Boðað var til samstöðufundar við stjórnarráðið kl. 17 í dag þar sem Stefán Jónsson, leikari og leikstjóri, afhenti Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra undirskriftir rúmlega 5.000 Íslendinga sem krefjast þess að íslensk stjórnvöld setji viðskiptabann á Ísrael. 

Hópurinn segir að setja eigi viðskiptabann á Ísrael á meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóti alþjóðalög og samþykktir Sameinuðu þjóðanna - og viðhaldi áratugalöngu hernámi sínu í Palestínu.

Það var Félagið Ísland-Palestína sem boðaði til samstöðufundarins og meðmæla með mannréttindum, réttlæti og friði á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um 80 manns samankomnir á fundinum nú síðdegis.

Takmark Stefáns þegar söfnunni var hrundið af stað fyrir nokkrum dögum var að ná 5.000 undirskriftum og þær eru nú 5.600 talsins. 

Um 80 manns komu saman við stjórnarráðið samkvæmt upplýsingum frá …
Um 80 manns komu saman við stjórnarráðið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka