Jarðskjálfti við Kverkfjöll

Lón í Kverkfjöllum.
Lón í Kverkfjöllum. Friðþjófur Helgason

Jarðskjálfti upp á 3,2 varð nærri Kverkfjöllum norður af Vatnajökli eftir hádegið í dag. Ekki hafa fylgt smærri skjálftar í kjölfarið.

Upptök skjálftans var um 5,4 km vestur af Kverkfjöllum.

Kverkfjallasvæðið er virk og umfangsmikil megineldstöð.  Af og til koma fram skjálftahrinur á mælum með upptök í Kverkfjöllum. Síðast mældist þar skjálfti af svipaðri stærð fyrir einum mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert