Samstaðan mikilvægust

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, segist aðspurður álíta að íslenskir ráðamenn hafi farið að ráðum hans fyrir fjórum árum og reynt að minnka fjárlagahallann. Beitt hafi verið bæði skattahækkunum og niðurskurði. Jafnvægi sé að nást.  Afar mikilvægt sé að í þessum aðgerðum hafi þess verið gætt að dreifa byrðunum jafnt en nú sé mikilvægast að ná samstöðu um aðgerðir vegna gjaldeyrishaftanna.

Jafnaðarmaðurinn Persson heimsótti Íslands í desember 2008, rétt eftir hrunið og gaf ráð með hliðsjón af reynslu Svía af bankakreppu þeirra upp úr 1990. Hann flytur fyrirlestur um tækifæri og áskoranir í Evrópu í kreppunni í Háskóla Íslands á morgun. Persson segir að evran eigi eftir að eflast, Danir hafi lengi fest gengi síns gjaldmiðils við hana og sama geri nú Svisslendingar. Ekki sé útilokað að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið.  

Ítarlegt viðtal við Persson verður í Morgunblaðinu á morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert