Ræða öryggi í Landeyjahöfn

Herjólfur er frá vegna viðgerða á skrúfu skipsins.
Herjólfur er frá vegna viðgerða á skrúfu skipsins. mbl.is/Árni Sæberg

Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, hefur boðað til fundar 6. desember næstkomandi til að ræða öryggismál í Landeyjahöfn. Fulltrúar Siglingastofnunar, Vegagerðarinnar, Eimskips, björgunarsveita og almannavarnanefndar svæðisins auk almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra eru boðaðir á fundinn.

Fyrirhuguð björgunaræfing vegna mögulegs sjóslyss eða óhapps varðandi Vestmannaeyjaferjuna Herjólf, sem halda átti í dag, fellur niður vegna þess að skipið er í viðgerð eftir óhapp á laugardaginn var. Þá rakst Herjólfur utan í annan hafnargarð Landeyjahafnar svo önnur skrúfan og stýri skemmdust.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna mögulegs sjóslyss í eða við Landeyjahöfn. Vinna við viðbragðsáætlunina er langt komin, að sögn Víðis Reynissonar, deildarstjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að rannsóknarnefnd sjóslysa hefur verið tilkynnt sérstaklega um þrjú atvik sem urðu við siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn frá því að siglingar þangað hófust árið 2010, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert