Á þriðja hundrað að hætta

Birgir Örn Ólafsson, skurðhjúkrunarfræðingur, er einn þeirra fjölmörgu hjúkrunarfræðinga við Landspítalann sem sögðu upp störfum um mánaðamótin. Hann gerir ráð fyrir að fara að vinna í Svíþjóð þar sem hann segir næga vinnu vera að fá. Að sögn Birgis eru þeir á þriðja hundrað sem hafa sagt upp.

Uppsögnin tekur gildi þann fyrsta mars en Birgir Örn segir spítalann geta nýtt sér neyðarákvæði  til að framlengja hann um þrjá mánuði. Hann segir jafnframt að fundir samninganefnda hafi verið færðir um stað með litlum fyrirvara eftir að hjúkrunarfræðingar hafi tilkynnt um að þeir mundu fjölmenna fyrir utan til að sýna samstöðu. Það hafi verið gert af yfirstjórn spítalans með litlum fyrirvara svo að aðgerðirnar væru ekki jafn áberandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert