Ísland í 11. sæti á lista Transparency

AFP

Ísland er á meðal þeirra ríkja heims þar sem spilling er minnst, en Ísland vermir 11. sæti listans. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Transparency International. Spilling er mest í Sómalíu og í Norður-Kóreu en minnst í Danmörku, Finnlandi og á Nýja Sjálandi.

Finnar, Danir og Nýsjálendingar verma allir efsta sætið með 90 stig á lista Transparency International.

Svíar hafna í því fjórða með 88 stig og Singapúr í því fimmta með 87 stig.

Norðmenn eru í sjöunda sæti ásamt Áströlum með 85 stig. Ísland er svo í 11. sæti sem fyrr segir með 82 stig.

Lúxemborg er í því 12. og Þýskaland í því 13.

Transparency International gefa árlega út lista þar sem fram kemur hvaða lönd séu spilltust og hver óspilltust. Stuðst er við ýmsar kannanir og gögn sem leiða eiga í ljós traust manna á hinu opinbera og er spillingin þannig mæld.

Allan listann má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert