Röng forgangsröðun

Unnur Brá Konráðsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir

„„Nú standa yfir á Alþingi umræður um fjárlög fyrir árið 2013. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar ber þess merki að kosningar nálgast. Ýmislegt vekur þar athygli en eitt það alvarlegasta er að ekki er tekið á vandanum sem við blasir í löggæslumálum á Íslandi í kjölfar þess mikla niðurskurðar sem staðið hefur yfir undanfarin ár“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hins vegar, segir Unnur Brá, er fyrirhugað að fjármunum verði varið í ýmis ný verkefni sem ljóst er að kalla á enn frekari útgjöld ríkissjóðs á komandi árum. Þessi forgangsröðun sem birtist okkur í frumvarpinu er í besta falli sérkennileg.

Niðurlagsorð þingmannsins eru þessi: „Áður en stjórnmálamenn geta leyft sér að taka skóflustungur að nýjum verkefnum þarf að greiða niður skuldir ríkissjóðs og við gerð fjárlaga ársins 2013 þarf að forgangsraða í þágu öryggis íbúa þessa lands. Vilji er allt sem þarf.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert