Nauðsynlegt að opna flokkinn

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins ræddi möguleika á að breyta …
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins ræddi möguleika á að breyta stjórnmálum til hins betra á fundinum. Ragnar Axelsson

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ræddi ný útkomna bók sína „Sjálfstæðisflokkurinn - Átök og uppgjör“ á opnum fundi í Háskóla Íslands í hádeginu. Fundurinn ber yfirskriftina  „Getum við breytt stjórnmálunum til hins betra - Hvaða lærdóm má draga af átökum fyrri ára í stjórnmálum?“

Á fundinum velti Styrmir fyrir sér hvort og hvernig væri hægt að breyta stjórnmálum til hins betra með stjórnmálaátök fyrri ára í huga. 

Hann segir nauðsynlegt að opna Sjálfstæðisflokkinn betur. Í stað þess að kjósa forystu og móta stefnu í helstu málum á Landsfundi þá þurfi að leita til hins almenna flokksfélaga. Hinn almenni flokksfélagi eigi að kjósa forystu og vera spurður álits um megináherslur flokksins. Þannig eigi að móta stefnu flokksins.

Með þessu skipulagi megi útrýma baktjaldamakk og óheilindum sem hafa einkennt stjórnmálin lengi. Forystumenn þurfi að ná til allra flokksmanna en ekki aðila í bakherbergjum. Þannig megi koma í veg fyrir mikil áhrif einstakra aðila á stefnumótun flokksins.

Einnig lýsti Styrmir skoðunum sínum á beinu lýðræði við stjórnun landsins. Hann sagðist hafa tröllatrúa á hinum almenna borgara. Þeir væru almenn vel menntaðir, vel upplýstir og með aðgang að miklum upplýsingum. Dómgreind hins almenna borgara væri síst minni en hinna kjörnu fulltrúa. Hinn almenni borgari væri einnig laus við hinn mikla þrýsting sem stæði á kjörnum fulltrúum úr öllum áttum. Þess vegna væri hann hlynntur aukinni notkun beins lýðræðis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert