„Ég hata landsbyggðina ekki“

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi.
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi.

„Ætli einhver Akureyringur sem hefði áhuga á skipulagsmálum og teldi betra að flugvöllurinn á Akureyri yrði færður í 15-20 mínútna akstursfjarlægð frá bænum yrði sakaður um að hata Reykvíkinga?“ spyr Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi í Reykjavík, á heimasíðu sinni í dag.

Þar gerir hann að umtalsefni að ýmsir sem séu virkir í athugasemdum við umræður á netinu haldi því fram að hann hati landsbyggðina vegna þess að hann vilji frekar byggð í Vatnsmýrinni í Reykjavík en flugvöll.

„Ég verð að játa að mér finnst það frekar leiðinlegur sleggjudómur, því ég hata landsbyggðina ekki neitt. Þvert á móti líkar mér fremur vel við hana. Og ég vil endilega að ríkið (sem á og rekur flugvöllinn) finni nýjan stað fyrir flugvöllinn sem er annaðhvort í höfuðborginni eða í góðum tengslum við hana,“ segir Gísli.

Heimasíða Gísla Marteins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert