Óvíst með kostnað vegna fullgildingar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Heildarmat á kostnaði vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks liggur ekki fyrir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði innanríkisráðherra um árlegan kostnað vegna fullgildingarinnar.

Í svari ráðherra segir að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið undirritaður fyrir Íslands hönd árið 2007. „Á grundvelli þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem samþykkt var á Alþingi 11. júní sl. var innanríkisráðuneytinu falið að stýra vinnu fulltrúa allra ráðuneyta við greiningu regluverks með hliðsjón af þeim breytingum sem kann að þurfa að ráðast í svo að fullgilda megi samninginn og í framhaldinu leggja frumvarp fyrir Alþingi um fullgildingu samningsins.“

Þá kemur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að lögfesta samninginn eins og gert hafi verið með mannréttindasáttmála Evrópu heldur lagt upp með að samningurinn verði fullgiltur í samræmi við það sem tíðkast með mannréttindasamninga almennt í íslenskum rétti.

Kostnaður við vinnu vegna þessa var áætlaður 10 milljónir króna í þingsályktuninni, og samkvæmt verkefnalýsingu hennar var fjármunum ætlað að standa undir kostnaði við að þýða samninginn og greiða starfsmanni laun í eitt ár til þess að sinna undirbúningi lagabreytinga.

„Með fullgildingu samningsins verður íslenskt regluverk í samræmi við ákvæði hans. Hvað varðar áhrif á útgjöld ríkis og sveitarfélaga í því sambandi mun það verða metið í tengslum við vinnslu fyrirhugaðs frumvarps. Ekki er hægt á þessu stigi að leggja mat á heildarkostnað vegna fyrirhugaðrar fullgildingar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert