Jólaölinu stolið

Malt og appelsín er algengasta blandan hjá Íslendingum um jólin.
Malt og appelsín er algengasta blandan hjá Íslendingum um jólin. mbl.is/Styrmir Kári

Fjölskyldu í Garðabæ brá heldur betur í brún áðan þegar blanda átti jólaölið, malt og appelsín, fyrir þrjátíu manna fjölskylduboð þegar í ljós kom að einhverjir óprúttnir einstaklingar höfðu stolið jólaölinu af pallinum á bak við hús fjölskyldunnar.

Að sögn húsmóðurinnar á heimilinu höfðu þau sett gosið út í nótt þegar farið var að sofa og áttu þau ekki von á öðru en að gosið væri á sínum stað nú um hádegið. En einhverjir þyrstir þjófar hafa verið á ferð í Akrahverfinu í Garðabæ í nótt eða snemma í morgun og stolið jólaöli fjölskyldunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert