Margir einmana um jólin

Jólaskraut í bæ
Jólaskraut í bæ mbl.is/Árni Sæberg

„Við fengum um 90 símtöl dagana 23., 24. og 25. desember. Af þeim voru um 30 vegna sálrænna vandamála, geðraskana og kvíðaraskana. Af þeim sem hringdu var 51 sem hringdi vegna einmanaleika um hátíðarnar. Það er mjög dapurlegt.“

Þetta segir Haukur Árni Hjartarson, verkefnisstjóri hjálparsímans 1717 hjá Rauða krossinum á Íslandi, RKÍ, í Morgunblaðinu í dag.

„Það er helst að fólk hringi í okkur af því að það er einmana um jólin. Fólk sem hefur kvíðaraskanir hringir líka en það hefur áhyggjur af hinu og þessu um jólin. Það hringdu svipað margir núna og um síðustu jól,“ segir Haukur Árni og tekur fram að það hafi einkum verið sjálfboðaliðar sem svöruðu í hjálparsímann um jólin. Hann tekur fram að opið verði um áramótin. Fólk sem líði illa sé hvatt til að hringja og leita hjálpar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert