Skuldug og á barmi þrots

Mannvirkjageirinn fékk á sig mikið högg við hrunið.
Mannvirkjageirinn fékk á sig mikið högg við hrunið. mbl.is/Styrmir Kári

Rúmlega 3.800 íslensk fyrirtæki skulda tæplega 7.800 milljarða króna, eða tæpan helming fyrirtækjaskulda í fyrra. Eigið fé hefur gufað upp og nemur neikvætt eigið fé þeirra meira en 100% af eignum.

Þetta kemur fram í Tíund, fréttariti ríkisskattstjóra, og er félögunum sem hafa neikvætt eigið fé lýst á þann veg að „óhætt sé að fullyrða að þau eigi sér vart viðreisnar von“.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, mörg félögin ekki hafa fengið úrlausn sinna mála og stefni í þrot. Sum þurfi frekari afskriftir eigi þau að lifa af.

Jón Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KPMG, segir talsvert í að hrunið verði að fullu gert upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka