Segir orð forsetans ekki koma á óvart

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Í nýársávarpi forsetans í dag sagðist hann hafa hvatt til „samstöðu allra flokka með víðsýni og sáttavilja að leiðarljósi“ á ríkisráðsfundi í gær. Með því væri meðferðin vandaðri og  breytingar settar í forgang sem þjóðarvilji standi á bakvið.

„Þetta kemur ekki á óvart, enda hefur forsetinn ekki staðið með í þessu máli hingað til“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í samtali við mbl.is aðspurð um afstöðu forsetans til nýrrar stjórnarskráar. 

Í ávarpi forsetans gagnrýndi hann hugmyndir sem koma fram í tillögum að nýrri stjórnarskrá og sagði að þar væri margt óskýrt og flókið. Einnig gagnrýndi hann þá umræðu sem hefur átt sér stað og skort á skoðanaskiptum um breytingar á stjórnarfari sem myndu fylgja nýju tillögunum.

Ekki náðist í neinn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar við vinnslu fréttarinnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert