Tíu starfsmenn Landspítala hafa veikst

Landspítali Íslands við Hringbraut.
Landspítali Íslands við Hringbraut. mbl.is/Hjörtur

Veikindi tíu starfsmanna Landspítalans við Hringbraut eru talin tengd myglusvepp sem greinst hefur á vinnustað þeirra. Er það helmingur þeirra starfsmanna sem hafa vinnuaðstöðu í viðkomandi álmu elsta hluta spítalahússins.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að sumir starfsmannanna hafa verið á ströngum lyfjakúrum vegna ofnæmissjúkdóma í öndunarfærum og ofnæmisbólgu í nefholum og aðrir hafa auk þess farið í skurðaðgerðir í nefholi í von um að losna við veikindin. Sumir fóru að finna fyrir einkennum fyrir 3 árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert