Leita að manni í Esjunni

Verið er að leita að manninum í Esjunni.
Verið er að leita að manninum í Esjunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu eru nú að hefja leit að göngumanni sem er villtur á Esju. Maðurinn var á ferð á Kerhólakambi ásamt félaga sínum og hugðust þeir fara mismunandi leiðir niður af fjallinu.

Þegar félaginn kom niður beið hann í nokkurn tíma en sá týndi skilaði sér ekki. Náði hann þá að hringja í hann og kom í ljós að hann hafði tapað áttum og var orðinn kaldur. Ekki hefur náðst símasamband við viðkomandi síðan.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig komin á svæðið en aðstæður til leitar eru erfiðar á Esju, bæði úrkoma og þoka í hlíðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert