Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað

Allmargir mættu á fund sem hópur sem kallar sig „Raddir fólksins“ héldu á Austurvelli í dag. Fundurinn var boðaður til stuðnings við stjórnarskrármálið og þess var krafist að Alþingi afgreiddi málið á þessu þingi.

„Alþingi ber að virða skýran vilja kjósenda, eins og hann kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október sl. Meiri hluta Alþingis ber að láta þann vilja ná fram að ganga,“ segir í fréttatilkynningu frá hópnum.

Ræðumenn á fundinum voru  Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður, og Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert