Aðstoði skuldug heimili

Steingrímur J. Sigfússon í pontu á flokkráðsfundi VG í kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon í pontu á flokkráðsfundi VG í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vinstrihreyfingin - grænt framboð íhugar nú leiðir til að koma til móts við skuldug heimili sem fóru illa út úr verðbólgubálinu eftir efnahagshrunið. Við þær aðgerðir þurfi að sækja fé sem aflað er með skatttekjum. Þetta kom fram í máli formanns flokksins á flokksráðsfundi fyrir stundu.

„Við vissum að þetta yrði erfitt ... og auðvitað hefur það verið það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á flokksráðsfundi VG í kvöld, um verkefnið sem vinstristjórnin stóð frammi fyrir eftir efnahagshrunið. Sjö milljarðar í formi auðlegðarskatts hjá ríkasta fólkinu hefðu runnið til þeirra sem væru í mestri þörf. 

Lét Steingrímur ógert að útskýra hvaða leiðir kynnu að vera farnar í aðstoð við skuldug heimili.

Hættuleg skattalækkunarstefna

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins eitt mál að dagskrá; að lækka skatta... Það er ekkert hættulegra en ... þessi hugmyndafræði,“ sagði Steingrímur og vék að „litlu lögfræðingunum“ sem hefðu boðað þessa hugmyndafræði í kosningum á árunum fyrir hrunið.

Steingrímur sagðist ekki ætla að halda langa tölu um búið sem vinstriflokkarnir tóku við er þeir mynduðu meirihlutastjórn með Samfylkingu eftir kosningarnar í apríl 2009.

„Um þann árangur sem við höfum þó náð á fjölmörgum sviðum liggja auðvitað fyrir fjölmörg gögn,“ sagði Steingrímur.


Enginn fólksflótti eftir hrunið

Spár um stórfelldan landflótta hefðu ekki gengið eftir, líkt og nýlegar tölur sýndu fram á. Þótt Íslendingar vildu ekki missa fólk úr landi væri betra að það leitaði starfa á Norðurlöndum en gengi um atvinnulaust hér heima.

„Þegar upp er staðið fækkaði Íslendingum ekki nema örlítið á þessu eina ári ... Síðan hefur okkur fjölgað og nú erum við fleiri í dag en við höfum nokkru sinni verið,“ sagði Steingrímur og átti við fólksfækkun fyrsta árið eftir efnahagshrunið.


Fyrrverandi félagar hefðu komið í veg fyrir rammaáætlun

Formaðurinn vék að samþykkt rammaáætlunar og uppskar lófatak viðstaddra. Neðri-Þjórsá væri komin í skjól. Margar perlur á hálendinu sem menn hefðu borið víur í á hálendinu undanfarin ár væri komnar í skjól.

Ef stjórnin hefði ekki lifað hefði rammaáætlun aldrei verið samþykkt. Svo minnti Steingrímur á að sumir fyrrverandi félagar í VG hefðu jafnvel stutt að stjórnin færi frá.


Breytingar á stjórnarráðinu mikill áfangi

Steingrímur vék einnig að málum sem fjölmiðlar hefðu ekki fjallað mikið um að undanförnu, eins og til dæmis fækkun ráðuneyta úr 12 í 8.

„Það var eins gott að ríkisstjórnin var ekki fallin þá,“ sagði Steingrímur um þann áfanga að sjálfstæði Palestínu skyldi viðurkennt af vinstristjórninni. 

Uppskar hann þá lófatak.


Berjist gegn einkavæðingu Landsvirkjunar

Steingrímur vék einnig að andstöðu sinni og flokksins við einkavæðingu Landsvirkjunar, skref sem margir hefðu ljáð máls á að undanförnu.

„Hverjir ætla að standa vaktina í þeim efnum? Ætli það sé ekki betra að hafa okkur ef

það verður til umræðu næstu misserin?“ spurði Steingrímur.


Formaðurinn veikur á ferðalagi

Steingrímur sagðist vona að röddin og líkaminn myndi gera honum kleift að halda ræðuna, enda hefði hann verið á ferðalagi um Evrópu síðustu daga með flensu og ráma rödd á fundum með ráðherrum og áhrifamönnum.

„Sem er auðvitað hvorki heilsusamlegt eða gáfulegt,“ sagði Steingrímur um ferðalag án fullrar heilsu.

Svo sló hann á létta strengi um stjórnmálamenn og kvefpestir.

„Það væri kannski af tvennu illu betra fyrir stjórnmálamennina að missa röddina en heilastarfsemina.“

Flokkráðsfundur VG fer nú fram á Grand hóteli.
Flokkráðsfundur VG fer nú fram á Grand hóteli. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á Stundina

19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Fleiri vilja halda í krónuna

18:02 Fleiri landsmenn eru andvígir því að evran verði tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi í stað krónunnar en eru hlynntir því samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var af Gallup fyrir samtökin Já Ísland sem hlynnt eru inngöngu í Evrópusambandið. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »

Samþykkja lögbann á fréttaflutning

17:40 Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst nú síðdegis á kröfu Glitnis HoldCo um að lögbann yrði sett á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr fallna bankanum. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í okt/nov.. Allt til alls...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Félagsstarf
Staður og stund
Mynd af auglýsingu ...
Málþing
Tilkynningar
"Ekki fresta, hafðu samband" Málþin...
Vélstjóri
Sjávarútvegur
Fyrsti vélstjóri óskast til afleysin...