Aðstoði skuldug heimili

Steingrímur J. Sigfússon í pontu á flokkráðsfundi VG í kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon í pontu á flokkráðsfundi VG í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vinstrihreyfingin - grænt framboð íhugar nú leiðir til að koma til móts við skuldug heimili sem fóru illa út úr verðbólgubálinu eftir efnahagshrunið. Við þær aðgerðir þurfi að sækja fé sem aflað er með skatttekjum. Þetta kom fram í máli formanns flokksins á flokksráðsfundi fyrir stundu.

„Við vissum að þetta yrði erfitt ... og auðvitað hefur það verið það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á flokksráðsfundi VG í kvöld, um verkefnið sem vinstristjórnin stóð frammi fyrir eftir efnahagshrunið. Sjö milljarðar í formi auðlegðarskatts hjá ríkasta fólkinu hefðu runnið til þeirra sem væru í mestri þörf. 

Lét Steingrímur ógert að útskýra hvaða leiðir kynnu að vera farnar í aðstoð við skuldug heimili.

Hættuleg skattalækkunarstefna

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins eitt mál að dagskrá; að lækka skatta... Það er ekkert hættulegra en ... þessi hugmyndafræði,“ sagði Steingrímur og vék að „litlu lögfræðingunum“ sem hefðu boðað þessa hugmyndafræði í kosningum á árunum fyrir hrunið.

Steingrímur sagðist ekki ætla að halda langa tölu um búið sem vinstriflokkarnir tóku við er þeir mynduðu meirihlutastjórn með Samfylkingu eftir kosningarnar í apríl 2009.

„Um þann árangur sem við höfum þó náð á fjölmörgum sviðum liggja auðvitað fyrir fjölmörg gögn,“ sagði Steingrímur.


Enginn fólksflótti eftir hrunið

Spár um stórfelldan landflótta hefðu ekki gengið eftir, líkt og nýlegar tölur sýndu fram á. Þótt Íslendingar vildu ekki missa fólk úr landi væri betra að það leitaði starfa á Norðurlöndum en gengi um atvinnulaust hér heima.

„Þegar upp er staðið fækkaði Íslendingum ekki nema örlítið á þessu eina ári ... Síðan hefur okkur fjölgað og nú erum við fleiri í dag en við höfum nokkru sinni verið,“ sagði Steingrímur og átti við fólksfækkun fyrsta árið eftir efnahagshrunið.


Fyrrverandi félagar hefðu komið í veg fyrir rammaáætlun

Formaðurinn vék að samþykkt rammaáætlunar og uppskar lófatak viðstaddra. Neðri-Þjórsá væri komin í skjól. Margar perlur á hálendinu sem menn hefðu borið víur í á hálendinu undanfarin ár væri komnar í skjól.

Ef stjórnin hefði ekki lifað hefði rammaáætlun aldrei verið samþykkt. Svo minnti Steingrímur á að sumir fyrrverandi félagar í VG hefðu jafnvel stutt að stjórnin færi frá.


Breytingar á stjórnarráðinu mikill áfangi

Steingrímur vék einnig að málum sem fjölmiðlar hefðu ekki fjallað mikið um að undanförnu, eins og til dæmis fækkun ráðuneyta úr 12 í 8.

„Það var eins gott að ríkisstjórnin var ekki fallin þá,“ sagði Steingrímur um þann áfanga að sjálfstæði Palestínu skyldi viðurkennt af vinstristjórninni. 

Uppskar hann þá lófatak.


Berjist gegn einkavæðingu Landsvirkjunar

Steingrímur vék einnig að andstöðu sinni og flokksins við einkavæðingu Landsvirkjunar, skref sem margir hefðu ljáð máls á að undanförnu.

„Hverjir ætla að standa vaktina í þeim efnum? Ætli það sé ekki betra að hafa okkur ef

það verður til umræðu næstu misserin?“ spurði Steingrímur.


Formaðurinn veikur á ferðalagi

Steingrímur sagðist vona að röddin og líkaminn myndi gera honum kleift að halda ræðuna, enda hefði hann verið á ferðalagi um Evrópu síðustu daga með flensu og ráma rödd á fundum með ráðherrum og áhrifamönnum.

„Sem er auðvitað hvorki heilsusamlegt eða gáfulegt,“ sagði Steingrímur um ferðalag án fullrar heilsu.

Svo sló hann á létta strengi um stjórnmálamenn og kvefpestir.

„Það væri kannski af tvennu illu betra fyrir stjórnmálamennina að missa röddina en heilastarfsemina.“

Flokkráðsfundur VG fer nú fram á Grand hóteli.
Flokkráðsfundur VG fer nú fram á Grand hóteli. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Á von á að það verði af verkfallinu

22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Notalegir inniskór
Notalegir inniskór Teg. 005 - stærðir 37-42- verð kr. 4.500,- Teg. 629 - stærðir...
Bolir og buxur
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolur 3990 , Buxur 6900 Sími 588 8050. ...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Toyota Yaris 2009
Til sölu Toyota Yaris 2009 124,000 Km 850,000 Kr ,eða gott tilboð ? í góðu ...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...