Aðstoði skuldug heimili

Steingrímur J. Sigfússon í pontu á flokkráðsfundi VG í kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon í pontu á flokkráðsfundi VG í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vinstrihreyfingin - grænt framboð íhugar nú leiðir til að koma til móts við skuldug heimili sem fóru illa út úr verðbólgubálinu eftir efnahagshrunið. Við þær aðgerðir þurfi að sækja fé sem aflað er með skatttekjum. Þetta kom fram í máli formanns flokksins á flokksráðsfundi fyrir stundu.

„Við vissum að þetta yrði erfitt ... og auðvitað hefur það verið það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á flokksráðsfundi VG í kvöld, um verkefnið sem vinstristjórnin stóð frammi fyrir eftir efnahagshrunið. Sjö milljarðar í formi auðlegðarskatts hjá ríkasta fólkinu hefðu runnið til þeirra sem væru í mestri þörf. 

Lét Steingrímur ógert að útskýra hvaða leiðir kynnu að vera farnar í aðstoð við skuldug heimili.

Hættuleg skattalækkunarstefna

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins eitt mál að dagskrá; að lækka skatta... Það er ekkert hættulegra en ... þessi hugmyndafræði,“ sagði Steingrímur og vék að „litlu lögfræðingunum“ sem hefðu boðað þessa hugmyndafræði í kosningum á árunum fyrir hrunið.

Steingrímur sagðist ekki ætla að halda langa tölu um búið sem vinstriflokkarnir tóku við er þeir mynduðu meirihlutastjórn með Samfylkingu eftir kosningarnar í apríl 2009.

„Um þann árangur sem við höfum þó náð á fjölmörgum sviðum liggja auðvitað fyrir fjölmörg gögn,“ sagði Steingrímur.


Enginn fólksflótti eftir hrunið

Spár um stórfelldan landflótta hefðu ekki gengið eftir, líkt og nýlegar tölur sýndu fram á. Þótt Íslendingar vildu ekki missa fólk úr landi væri betra að það leitaði starfa á Norðurlöndum en gengi um atvinnulaust hér heima.

„Þegar upp er staðið fækkaði Íslendingum ekki nema örlítið á þessu eina ári ... Síðan hefur okkur fjölgað og nú erum við fleiri í dag en við höfum nokkru sinni verið,“ sagði Steingrímur og átti við fólksfækkun fyrsta árið eftir efnahagshrunið.


Fyrrverandi félagar hefðu komið í veg fyrir rammaáætlun

Formaðurinn vék að samþykkt rammaáætlunar og uppskar lófatak viðstaddra. Neðri-Þjórsá væri komin í skjól. Margar perlur á hálendinu sem menn hefðu borið víur í á hálendinu undanfarin ár væri komnar í skjól.

Ef stjórnin hefði ekki lifað hefði rammaáætlun aldrei verið samþykkt. Svo minnti Steingrímur á að sumir fyrrverandi félagar í VG hefðu jafnvel stutt að stjórnin færi frá.


Breytingar á stjórnarráðinu mikill áfangi

Steingrímur vék einnig að málum sem fjölmiðlar hefðu ekki fjallað mikið um að undanförnu, eins og til dæmis fækkun ráðuneyta úr 12 í 8.

„Það var eins gott að ríkisstjórnin var ekki fallin þá,“ sagði Steingrímur um þann áfanga að sjálfstæði Palestínu skyldi viðurkennt af vinstristjórninni. 

Uppskar hann þá lófatak.


Berjist gegn einkavæðingu Landsvirkjunar

Steingrímur vék einnig að andstöðu sinni og flokksins við einkavæðingu Landsvirkjunar, skref sem margir hefðu ljáð máls á að undanförnu.

„Hverjir ætla að standa vaktina í þeim efnum? Ætli það sé ekki betra að hafa okkur ef

það verður til umræðu næstu misserin?“ spurði Steingrímur.


Formaðurinn veikur á ferðalagi

Steingrímur sagðist vona að röddin og líkaminn myndi gera honum kleift að halda ræðuna, enda hefði hann verið á ferðalagi um Evrópu síðustu daga með flensu og ráma rödd á fundum með ráðherrum og áhrifamönnum.

„Sem er auðvitað hvorki heilsusamlegt eða gáfulegt,“ sagði Steingrímur um ferðalag án fullrar heilsu.

Svo sló hann á létta strengi um stjórnmálamenn og kvefpestir.

„Það væri kannski af tvennu illu betra fyrir stjórnmálamennina að missa röddina en heilastarfsemina.“

Flokkráðsfundur VG fer nú fram á Grand hóteli.
Flokkráðsfundur VG fer nú fram á Grand hóteli. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Hafnað að rannsaka drápið frekar

10:08 Máli þar sem ferðamenn voru kærðir fyrir dráp á lambi í júlí er lokið. Hinum seku var gert að greiða 120.000 krónur í sekt fyrir brot á 257. grein almennra hegningarlaga. Lögreglustjórinn á Austurlandi telur að með þessu hafi málinu lokið endanlega. Meira »

Seta aukafjármagn í bókakaup

10:05 Auka á bókakost skólabókasafna og leikskóla á innlendum barnabókmenntum og verður veitt 7 milljóna viðbótarfjármagni til bókainnkaupa á þessu ári í Reykjavík. Meira »

Málið sent til héraðssaksóknara

10:00 Mál ungs karlmanns sem ók bíl inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag verður sent til héraðssaksóknara.  Meira »

Nemendum fjölgar um 7% í HR

09:39 Um 1340 nýnemar hófu nám við Háskólann Í Reykjavík í haust, sem er um 7% fjölgun frá síðasta skólaári. 908 nemar hefja grunnnám, 283 meistaranám og 152 frumgreinanám. Að auki stunda um 140 erlendir skiptinemar nám við HR á þessari önn. Meira »

Minnsta atvinnuleysi frá upphafi mælinga

09:11 Atvinnuleysi mældist 1% í júlí samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands og hefur ekki verið jafn lítið frá því samfelldar mælingar Hagstofunnar hófust árið 2003. Meira »

Eiga von á sekt í Georgíu

09:01 Sendiherra Georgíu í Danmörku og á Íslandi segir að ákvörðun Útlendingastofnunar um að setja Georgíu á lista yfir örugg ríki sé enn ein vísbendingin um hversu jákvæðar aðstæður eru í landinu, pólitískur stöðugleiki og mannréttindi séu virt. Meira »

Líkir búnaði Engeyjar við komu skuttogaranna

08:18 Engey RE kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð og sjálfvirkt lestarkerfi frá Skaganum 3X reyndist vel í túrnum sem og búnaður á vinnsludekki. Meira »

Náði í bændur og fólk var á búinu

08:33 Þegar starfsmaður MAST fór í eft­ir­lits­ferð á mjólk­ur­búið Viðvík í Skagaf­irði á fimmtu­dag­inn síðastliðinn og var meinaður aðgang­ur að fjós­inu náði hann í ábúendur á búinu og einnig var fólk á staðnum. Þar af leiðandi var ekkert sem kom í veg fyrir að eftirlit gæti átt sér stað. Meira »

4.000 heimsóknir

07:57 Sviðsljós Eftirlit á vegum ríkisskattstjóra á vinnustöðum og með heimsóknum í fyrirtæki hefur skilað ágætum árangri á árinu og það sem af er sumri. Meira »

Dísa leitar að sandi í Fossafirði

07:37 Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni á svæði úti af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Meira »

Spá 18 stiga hita í dag

07:18 Spáin gerir ráð fyrir hægum vind í dag og að það verði skýjað með köflum. Hitinn verður 8 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. Búast má við þokulofti við sjávarsíðuna, einkum í vestangolu við Faxaflóa seinnipartinn. Meira »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Hreinsa þakrennur, ryðbletta þök o.fl
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
40 feta kæligámur til sölu
Til sölu 40 feta kæli/frystigámur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, Gámurinn hef...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...