Gölluð repjuolía líklega orsökin

Ökumenn fá bætt tjón af völdum tjörunnar.
Ökumenn fá bætt tjón af völdum tjörunnar. mbl.is/Umferðarstofa

Vegagerðin telur gallaða repjuolíu hafa átt stóran þátt í þeim tjörublæðingum sem urðu á þjóðvegum norðanlands og vestan í vikunni.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að sýni úr olíunni og öðrum efnum sem notuð voru í bundið slitlag hafa verið send til rannsóknar í Þýskalandi og niðurstaðna að vænta í lok næstu viku.

Vegagerðin og Sjóvá hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að bæta tjón á ökutækjum sem sannanlega varð vegna tjörublæðinganna. Talið er að vel á annað hundrað ökutæki hafi skemmst, jafnvel fleiri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka