Eftir Icesave er komið að heimilunum

Frosti ræddi við Morgunblaðið í fögnuði á Hótel Marina við ...
Frosti ræddi við Morgunblaðið í fögnuði á Hótel Marina við Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Nei. Þetta mál er ekki dautt,“ segir Frosti Sigurjónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í komandi alþingiskosingum og einn stofnenda Advice-hópsins, um baráttu fyrir aðgerðum í þágu skuldugra heimila. Eftir sigurinn í Icesave sé komið að heimilunum.

Frosti segir ríkisstjórnina hafa unnið gegn Advice-hópnum og notið til þess liðsinnis fjársterkra aðila sem vildu fallast á Icesave-samninginn sem var felldur í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni, 6. mars 2011.

Hann var sigurreifur í fögnuði á Slippbarnum í gærkvöldi.

„Hér ríkir gleði og ánægja yfir þessu. Nú á þjóðin að gera sér glaðan dag, finnst mér. Mér reiknast til að þetta hafi sparað hverju heimili 800.000 krónur með því að síðasti samningur var felldur. Þetta eru um 80 milljarðar sem hann hefði kostað með tíð og tíma. Áfallin krafa var 46 milljarðar og svo áttu eftir að falla meiri vextir.

Það var búið að meta að þetta yrðu um 80 milljarðar í erlendum gjaldmiðli sem má deila með 100.000 heimilum, og þá koma út 800.000 krónur á heimili. Allir ættu að kætast yfir því. Vonandi verður þetta byrjun á einhverju góðu. Það kemur í ljós að Ísland er í rétti og hefur ekki brotið neina alþjóðlega samninga. Þetta er á forsíðum heimsblaðanna og það skiptir mjög miklu máli.“

 Ákváðu að hefja undirskriftasöfnun

- Segðu mér aðeins frá stofnun Advice. Hvert var tilefnið?

„Upphafið má rekja til þess að við reyndum að fá Indefence-teymið í gang eftir að það hafði unnið gríðarlega mikilvæga baráttu í Icesave II. Mér gekk illa að fá þá af stað. Þeir sögðu „Byrja þú bara” og við sjáum til. Þeir voru eðlilega þá þegar búnir að gera svo mikið í málinu. Þeir fóru ekki af stað og þá ákváðum við að hefja undirskriftasöfnunina á öðrum vettvangi og þar var Samstaða þjóðar í forgöngu í gegnum vefinn kjósum.is.

Síðan þegar kom að því að kynna rökin að þá var Advice stofnað til að halda utan um allan þann pakka og safna peningum til þess að geta auglýst sjónarmiðin. Það er það sem Advice-hópurinn gerði og mætti reglulega og vann mjög mikið í þessu. Þegar Advice-hópurinn var kominn í gang lögðust allir á árar með okkur. Það er mikilvægt að taka það fram og stór hluti af Indefence-hópnum líka.“

- Hvað voru margir í hópnum?

„Hópurinn átti sér opinbera talsmenn en að baki voru miklu fleiri talsmenn.“

Þjóðin getur skorið úr um flókin álitamál 

- Því er haldið fram að þetta sé sigur beins lýðræðis og marki því tímamót í lýðræðissögunni. Ertu sammála?

„Já, mér finnst það renna stoðum undir það að jafnvel í mjög flóknum álitamálum sé þjóðinni treystandi til að taka skynsamlega ákvörðun og geti verið góður varnagli gagnvart þinginu. Það er alls ekki hægt að gefa sér að þingið viti betur en kjósandinn. Það er margt annað sem ég lærði af því að taka þátt í baráttunni, að koma á framfæri sjónarmiðum þeirra sem vildu hafna samningnum. Þá á ég við að þar var ríkisvaldinu kannski beitt fullharkalega á móti grasrótinni. Það þarf að jafna þann leik.“

Við vorum með ríkisstjórnina á móti okkur, töluverðan hluta af fjölmiðlunum og hóp sem vildi að samningarnir yrðu samþykktir og hafði greinilega næga peninga milli handanna. Þannig að þegar ríkisstjórnin sendi bækling um kosningarnar inn á hvert heimili hefðu rök með og á móti hreyfingunum átt að fylgja með, að mínu mati. Við þurftum að smíða tölvukerfi frá grunni til að safna undirskriftum. Við þurftum að byrja á núlli. Þetta er ekki gott, að lýðræðið gangi út á þetta. Það þarf að búa til farveg þannig að þetta verði auðveldara í framkvæmd.“

Var réttlætismál fyrir þjóðina 

- Nú hefurðu beitt þér í skuldamálunum. Þið hafið nú ekki aðeins fundið blóðbragðið heldur hafið þið unnið sigur, fullnaðarsigur. Telurðu að sigur geti líka unnist í þessum stóra málaflokki?

„Já, það var mikið réttlætismál að þjóðin þyrfti ekki að bera skuldir einkabanka, en hún ber enn þá tjónið af efnahagshruninu á óréttlátan hátt. Það á eftir að leiðrétta stökkbreyttar skuldir heimilanna.“

- Nú líður mörgum eins og að þetta mál sé dautt?

„Nei. Þetta mál er ekki dautt. Það er búið að telja fólki trú um að það hafi ekki verið hægt að gera neitt en það er ekki rétt. Það eru margar leiðir til þess. Þær eru ekki endilega sársaukalausar. En það er ekki hægt að gefa réttlætinu frí bara af því að það er erfitt. Það verður samt að láta réttlætið hafa forgang.“

Stjórnvöld hafa gert alltof lítið fyrir skuldara

- Hvernig finnst þér ríkisstjórnin hafa staðið sig í skuldamálum heimilanna?

„Ég held að ríkisstjórnin hafi gert alltof lítið. 110%-leiðin leiddi aðeins til niðurfærslu skulda sem fólk gat ekki greitt hvort sem var. Síðan hafa dómstólarnir greitt úr þeim lánum sem voru ólögleg en ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt umfram þetta. Það dugar ekki. Til þess að heimilin verði ekki bara í kælikerfi einhverja næstu áratugina þarf að leiðrétta þetta. Það er bæði réttlátt og þjóðhagslega hagkvæmt.“

mbl.is

Innlent »

3 ferðamenn týndir í Lónsöræfum

00:05 3 ferðamenn eru týndir í Lónsöræfum þar sem er þó nokkur vindur og þoka. Björgunarsveitir af Suður- og Austurlandi voru boðaðar út á ellefta og tólfta tímanum í kvöld vegna tveggja aðskildra verkefna. Meira »

Selfyssingar lána skátum svefnpoka og búnað

00:00 Stór hópur þeirra 200 skáta sem ekki fengu farangur sinn á Keflavíkurflugvelli í vikubyrjun, hefur ekki enn fengið farangur sinn.Íbúar á Selfossi brugðust skjótt við þegar sjálfboðaliðarnir komu þangað í gær og söfnuðu dýnum, svefnpokum og öðru nauðsynlegu til þess að aðstoða farangurslausa skáta. Meira »

12 ára slasast í mótorkross

Í gær, 21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

Í gær, 21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

Í gær, 20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

Í gær, 20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

Í gær, 19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

Í gær, 20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

John Snorri lagður af stað

Í gær, 18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

Í gær, 18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

Í gær, 18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

Í gær, 17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

Í gær, 16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

Í gær, 15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

Í gær, 14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

Í gær, 16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

Í gær, 15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

Í gær, 14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »
Til sölu STIGA Garden sláttutraktor
Lipur, léttur og meðfærilegur. 12,5 ha. Briggs&Stratton mótor, rafstart, bakkgír...
Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, 1 stk eftir í sendingu. Verð : 169.000...
Hárþurrka
Hárþurrka til sölu.Verðhugmynd 40.000 Uppl í síma 862-1703...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...