Um 20 sjúkraflugferðir með veika Íslendinga

Um borð í vél félagsins er öndunarvél, hjartalínurit, gangráður, stuðtæki …
Um borð í vél félagsins er öndunarvél, hjartalínurit, gangráður, stuðtæki ásamt fjölda lyfja og sérhæfðs búnaðar til inngripa. Flugfélagið Ernir

Flugfélagið Ernir fór hátt í 20 sjúkraflugferðir til Svíþjóðar á árinu 2012, en félagið sinnir sjúkraflugi milli Íslands og annarra landa. Oftast var flogið með fólk í líffæraígræðslu til Gautaborgar en einnig voru farnar þónokkrar flugferðir til Stokkhólms með gjörgæslusjúklinga.

Í tilkynningu frá Flugfélaginu Erni segir að félagið hafi fest kaup á fullkomnum sjúkrabúnaði fyrir um tveimur árum og sé þetta einn fullkomnasti búnaður sem völ er á og samþykktur af Flugöryggisstofnun Evrópu, hann er ætlaður til nota í sjúkraflugi erlendis og er sá eini sinnar tegundar á landinu.

Um borð í vél félagsins er öndunarvél, hjartalínurit, gangráður, stuðtæki ásamt fjölda lyfja og sérhæfðs búnaðar til inngripa. Einnig eru bráðatæknar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í flestöllum sjúkraflugferðum félagsins.

Hjá Flugfélaginu Erni starfa um 50 manns og sinnir félagið samhliða sjúkrafluginu áætlunarflugi til fimm áfangastaða ásamt leiguflugi innanlands sem utan.

Flugvél Flugfélagsins Ernir.
Flugvél Flugfélagsins Ernir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert