Enginn hópafsláttur hjá hjúkrunarfræðingum

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Árni Sæberg

Ekki hefur verið boðaður nýr fundur í kjaradeilu Landspítalans og hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu, en viðræðum var slitið í gærkvöldi eftir árangurslausan fund. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga spyr hvort stjórnvöld hafi kjark til að taka á kynbundnum launamun opinberra starfsmanna.

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að vandinn felist fyrst og fremst í kynbundnum launamun hjá hinu opinbera.

„Bjartsýni hefur ríkt undanfarna daga um að samningar næðust, einkanlega vegna minnisblaðs velferðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra frá því fyrir viku. Í því minnisblaði var í raun viðurkenndur sá kynbundni og ráðuneytabundni launamunur sem fulltrúar hjúkrunarfræðinga hafa bent á að hjúkrunarfræðingar hafi sætt undanfarin ár (og áratugi). Góðu heilli virtist ríkisstjórnin vilja bregðast við og stíga skref í þá átt að eyða þessum launamun,“ skrifar Elsa í pistli á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga undir fyrirsögninni: Hjúkrunarfræðingar veita ekki hópafslátt.

Vonuðust til að verið væri að stíga „alvöru skref“

Í samtali við mbl.is segir hún að þau orð, sem bæði forstjóri spítalans og velferðarráðherra létu falla í kjölfarið, hafi gefið vonir um að verið væri að stíga „alvöru skref“ í átt að lausn deilunnar.

„Stjórnvöld hafa boðið fram tiltekna fjárhæð sem er nokkur hundruð milljónir og það eru vissulega miklir peningar. En þegar henni er skipt á milli þeirra 1.348 hjúkrunarfræðinga sem starfa á Landspítalanum, þá er lítið handa hverjum og einum. Það er vandinn sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Elsa.

Hún segir að talsvert meira þurfi að koma til, svo hjúkrunarfræðingar geti fallist á tilboðið og segir að laun þeirra hafi verið borin saman við laun annarra háskólamennaðra stétta sem starfi hjá ríkinu. Til að jafna þann launamun þurfi á milli 1,32 til 1,54 milljarða á ársgrundvelli.

Mikill launamunur

„Meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga í september árið 2012 voru 381.466 kr. á mánuði, en meðaldagvinnulaun háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins voru á sama tíma 463.202 og meðalmánaðarlaun viðskipta- og hagfræðinga hjá ríkinu, en þeirra grunnnám er einu ári styttra en nám hjúkrunarfræðinga, eru 476.871. Munurinn á meðaldagvinnulaunum þessara stétta er 95.000 á mánuði.“

Spyr um kjark og þor stjórnvalda

Elsa segir að samanburður hafi líka verið gerður við lögreglumenn. Reyndar sé um að ræða mismunandi menntunarkröfur í þessum tveimur stéttum, en lögreglumenn séu stærsta karlastéttin hjá ríkinu, þeir vinna líka vaktavinnu og þurfa oft að bregðast við óvæntu álagi. „Þeir eru með um 80% af okkar dagvinnulaunum en fara upp í 112% af okkar launum þegar heildarlaun eru skoðuð, það er meðal annars vegna ýmissa aukagreiðslna.“

Í lok pistils síns spyr Elsa: „Hafa stjórnvöld kjark og þor til að taka stórt skref í að jafna kjör þessara stétta?“

Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Elsa B. Friðfinnsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ennþá að skamma fyrir nektarmyndir

11:25 „Við erum ennþá að skamma fólk fyrir að taka af sér nektarmyndir,“ segir Stefán Gunnar Sigurðsson, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, og að þetta þurfi að breytast en eitt helsta baráttumál göngunnar í ár er að skila skömminni frá þolendum stafræns kynferðisofbeldis yfir til gerenda. Meira »

Rafleiðni minnkar hægt

11:00 Rafleiðni í Múlakvísl virðist hafa náð ákveðnum toppi í bili og mælist nú um 420 µS/cm. Hún getur þó vaxið aftur að sögn Einars Hjörleifssonar náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu. Áin er gríðarstór og mikil lykt er af henni. Óvenjulítið ber á sigkötlunum í Mýrdalsjökli. Meira »

John Snorri á leið í grunnbúðir

09:53 John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til þess að toppa fjallið K2, er á leiðinni aftur niður í grunnbúðir. Leiðin niður er ekki síður hættuleg en erfitt er að verjast snjóflóðum, grjóthruni og skriðum sem koma í bakið. Meira »

Upp á bráðamóttöku NÚNA!

09:34 „Hvaða vitleysa er þetta, ég er bara 43 ára gamall. Get varla verið að fá kransæðastíflu,“ hugsaði leikhúsmaðurinn Bjarni Haukur Þórsson með sér haustið 2014. Þetta var skömmu eftir frumsýningu bíómyndarinnar Afans og Bjarni farinn að finna fyrir vaxandi mæði en ýtti því frá sér. Meira »

Fyrsta ferðin til Akraness

08:18 Á morgun klukkan átta er áætlað að franska skemmtiferðaskipið Le Boreal leggist að aðalhafnargarðinum á Akranesi.   Meira »

Hlaupið nái hámarki eftir nokkra tíma

08:07 „Það hefur vaxið mjög mikið rafleiðnin núna, sérstaklega síðasta klukkutímann,“ segir Gunnar B. Guðmundsson, sérfræðingur á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands, um ástand mála í Múlakvísl. Jökulhlaup er hafið í ánni og mun líklega ná hámarki eftir fáeinar klukkustundir. Meira »

Óvíst hvenær ný meðferð verður í boði

07:37 Brýnt er að íslenskt samfélag marki sér stefnu varðandi krabbameinsmeðferðir og hvort bjóða eigi upp á nýjustu meðferðir á þessu sviði, en þær verða sífellt dýrari og sérhæfðari. Meira »

Skert sóknargjald gerir viðhald á kirkjum erfitt

07:57 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir að lækkun á tekjum kirknanna eftir hrun eigi þátt í því að ekki hefur verið hægt að sinna viðhaldi sem skyldi. Meira »

Hópslagsmál og sprautuhótun

07:34 Lögregla var kölluð út í miðbænum í nótt vegna hópslagsmála. Samkvæmt tilkynningu var mikill hiti í mönnum og þrír lögreglubílar sendir á vettvang. Mál leystust þó án teljandi vandræða og reyndist ekki nauðsynlegt að handtaka neinn viðkomandi. Meira »

Litakóða Kötlu breytt í gult

07:20 Litakóða Kötlu hefur verið breyt í gult vegna jökulhlaups í Múlakvísl og skjálftaóróa á nærliggjandi jarðskjálftamælum. Skjálftaóróinn gæti verið tengdur hlaupinu og verið að öllu óskildur gosvirkni, þó ekki sé hægt að útiloka það á þessari stundu. Meira »

Erfitt hjá bændum og sláturleyfishöfum

05:30 Útflutningur á kindakjöti hefur undanfarin ár skilað miklu minni tekjum en áður auk þess sem birgðir hafa safnast upp í landinu, mörg hundruð tonn. Meira »

Vilja hafa hlutina flókna

05:30 Regluverk í byggingariðnaði á Íslandi er orðið flóknara en annars staðar á Norðurlöndum, að sögn Björgvins Víglundssonar, verkfræðings og fyrrverandi starfsmanns hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Meira »

Flotinn eltist við makrílinn

05:30 „Ég er ekki með nýjustu tölur en veiðarnar hafa gengið vel hjá okkur,“ segir Jón Helgason, sölustjóri uppsjávarfisks hjá HB Granda, spurður út í yfirstandandi makrílveiðar þeirra. Meira »

Þrjú stór skip í höfn á Ísafirði

05:30 Þrjú skemmtiferðaskip liggja nú á Ísafirði, en um næstu helgi er búist við fjórum skipum þangað með alls 4.300 farþega um borð. Meira »

Færri bókanir en 2016

05:30 Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir útlit fyrir færri bókanir í ár en í fyrra. Spár um vöxt milli ára muni að óbreyttu ekki rætast. Íslandshótel eru stærsta hótelkeðja landsins. Hótelin eru 17, þar af 11 á landsbyggðinni. Meira »

Nýtt gæðagras uppfyllir staðla FIFA

05:30 „Verið er að setja alveg nýtt gervigras á Akraneshöllina, en það gamla var úr sér gengið og ónýtt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Meira »

Félagslegt húsnæði í smáhýsi

05:30 Sandgerðisbær hefur gert samning um kaup á fjórum smáhýsum sem nýta á sem félagslegt húsnæði.  Meira »

Sala á léttöli aukist gríðarlega

05:30 „Það hefur verið jöfn og góð aukning. Frá árinu 2013 hefur salan aukist um 60% í lítrum hjá okkur fyrstu sex mánuði áranna,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, spurður hvort sala á léttöli hafi aukist á Íslandi. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Eimskip - 100 ára saga félagsins
Ónotað eintak á 5000 kr. Bókin var gefin út í tilefni af aldarafmæli Eimskipafél...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...