Kommar blótuðu þorra

Hið rómaða Kommablót á Norðfirði var haldið í gærkvöld og var þar margt til skemmtunar gert að venju. Fóru nefndarmenn á kostum í annál ársins þar sem farið var yfir það helsta sem gerst hefur frá síðasta Kommablóti í spéspegli í máli og söng.

Fyrrverandi formaður Kvenfélagsins Brautarinnar sæmdi Guðmund Bjarnason Lenínorðunni fyrir 40 ára annálsflutning á Kommablótum og útnefndi hann heiðursfélaga kvenfélagsins.

Fjölmenni var á blótinu eða um 400 manns og var gerður góður rómur að því sem þar fór fram, enda Kommablótin á Norðfirði rómuð fyrir skemmtilega skopstælingu á mönnum og málefnum bæjarins. Eftir skemmtiatriði var síðan stiginn dans fram á rauðanótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert