Mikill viðbúnaður við Esjurætur

Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr myndasafni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr myndasafni.

„Við erum með um 20 fjallamenn þarna uppi. Það eru mjög erfiðar aðstæður þarna uppfrá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu, en björgunarsveitarmenn eru nú á leið niður Esju með konu sem slasaðist þar á þriðja tímanum í dag

„Það er varla hægt að tala í talstöð fyrir veðri og við erum að reyna að finna leiðir til að koma snjóbílum og vélsleðum nær því það auðveldar flutninginn niður.“

Björgunarmenn eru nú á leiðinni niður fjallið með konuna og samferðamenn hennar. Upplýsingar um ástand konunnar liggja ekki fyrir.

Björgunarfólk er í töluverðri hættu

„Þetta er í 800-1000 metra hæð, það er snarvitlaust veður þarna. Það er ofankoma og myrkur, þetta er í klettum. Þetta er satt best að segja mjög erfitt og við segjum það ekki nema við meinum það. Að auki er snjóflóðahætta á svæðinu.“

Jónas segir björgunarfólk vera í töluverðri hættu. „Við erum búin að kalla út snjóflóðaleitarhunda til að vera við rætur fjallsins ef snjóflóð skyldi falla. Við erum með hóp björgunarmanna fyrir neðan fjallið sem er eingöngu til að tryggja öryggi ef eitthvað gerist.“

Frétt mbl.is: Björgunarsveitarmenn eru komnir til konunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert