Nýliðinn janúar á meðal þeirra tíu hlýjustu sem mælst hafa

Alhvít jörð var á Akureyri í 29 daga í janúar.
Alhvít jörð var á Akureyri í 29 daga í janúar. mbl.is/Skapti

Óvenjuleg hlýindi voru í janúar og er mánuðurinn í hópi þeirra tíu hlýjustu sem mælst hafa á flestum veðurstöðvum landsins. Sagt er frá þessu í tíðarfarsyfirliti sem birt hefur verið á vef Veðurstofu Íslands.

Meðalhitinn í janúar mældist í Reykjavík 2,7 stig og mun það vera 3,3 stigum yfir meðallag en nýliðinn mánuður er sjöundi hlýjasti janúarmánuður í höfuðborginni frá upphafi samfelldra mælinga 1870. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að líta þurfi aftur til ársins 1987 til að finna hlýrri janúarmánuð.

Mesti hiti á landinu mældist 5. janúar á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, 14,2 stig, en minnsti hiti mánaðarins mældist -18,2 stig þann 14. janúar á Brúarjökli. Úrkoma í Reykjavík mældist 58% umfram meðallag, en 20% undir meðallagi í Stykkishólmiog 13% undir á Akureyri. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum var úrkoman 80% umfram meðallag.

Nýliðinn janúarmánuð var Akureyri alhvít 29 daga sem er sex dögum fleira en að meðaltali á árunum 1971 til 2000. Í höfuðborginni töldust einungis fimm dagar alhvítir sem er um tíu dögum færra en í meðalárferði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka