Síldin var í toppstandi til vinnslu

Síldin er í bunkum á fjörum Kolgrafafjarðar.
Síldin er í bunkum á fjörum Kolgrafafjarðar. Ragnar Axelsson

„Síldin var í toppstandi þegar hún kom í hús þannig að við ætlum að taka á móti síld á miðvikudag, fimmtudag og föstudag,“ sagði Guðlaug Birna Aradóttir, framkvæmdastjóri Skinnfisks í Sandgerði. Skinnfiskur vinnur síldina í minkafóður.

Börn og unglingar úr Grundarfirði tíndu um 25-30 tonn af síld úr fjörunni í Kolgrafafirði á tveimur klukkustundum í gærmorgun, að sögn Gunnars Kristjánssonar, fréttaritara Morgunblaðsins.

Skinnfiskur greiðir fyrir síldina og verður peningunum sem ungmennin safna varið til félagsstarfa. Nefnt hefur verið að átta krónur hafi verið borgaðar fyrir hvert kíló, en sú upphæð fékkst ekki staðfest í gær.

Gunnar sagði að alltaf væru einhverjir í fjörunni að ná sér í síld, smábátasjómenn að ná sér í beitu, bændur úr nágrenninu og eins úr Biskupstungum að sækja síld í fóðurbæti. Þá hafa bændur úr Eyjafirði sýnt áhuga á að nota síldina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert