„Vanhæft þing, svo mikið er víst“

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

„Það á sem sagt að svíkja þjóðaratkvæðagreiðsluna og láta eins og við höfum völd til að plokka bara úr nýju stjórnarskránni það sem þingmenn vilja,“ skrifar Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, á Facebook-síðu sína um frétt mbl.is þess efnis að tekin hafi verið ákvörðun um það í herbúðum stjórnarflokkanna að ekki verði reynt að keyra nýja stjórnarskrá í gegnum þingið.

„Við fáum sem sagt aldrei nýja stjórnarskrá,“ skrifar Birgitta. „Ótrúlegt að fá fyrst að frétta um þetta á mbl. eftir alla þá vinnu sem við höfum lagt í þetta mál. Vanhæft þing, svo mikið er víst. Það á sem sagt að svíkja þjóðaratkvæðagreiðsluna og láta eins og við höfum völd til að plokka bara úr nýju stjórnarskránni það sem þingmenn vilja. Til hvers þessi þjóðaratkvæðagreiðsla, ef það á ekki að taka mark á henni?

Það var ekki lagt fyrir þjóðina sundurtætt plagg heldur heildstæður grundvöllur að samfélagssáttmála. Hvet alla sem eru ekki sáttir við þetta og kusu um nýja stjórnarskrá að mæta á útifundinn klukkan 15 á laugardaginn á Austurvelli,“ skrifar Birgitta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert