„Þetta er svona Groundhog Day“

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður.
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í dag þau áform að kvöldfundur færi fram vegna framhalds annarrar umræðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Samþykkt var að kvöldfundur gæti farið fram með 22 atkvæðum gegn 13.

Meðal annars var framganga stjórnarliða í málinu gagnrýnd og sagt að hún minnti á það hvernig gengið hafi verið fram í umræðum um Icesave-málið í þinginu. Kýla ætti málið í gegn án þess að taka tillit til gagnrýni sem komi hefði meðal annars frá sérfræðingum, bæði erlendum og innlendum og í því sambandi ekki síst skírskotað til Feneyjanefndar Evrópuráðsins.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði vinnubrögðin minna sig á bandarísku kvikmyndina Groundhog Day þar sem veðurfréttamaður upplifði ítrekað sama daginn þegar hann vaknaði á morgnana. „Þetta er svona Groundhog Day.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert