Um 15 þúsund fyrir skatt

Blendnar tilfinningar eru á meðal hjúkrunarfræðinga um nýjan stofnanasamning. Hildur Dís Kristjánsdóttir segist t.a.m. hafa átt von á meiru þar sem búið er að skrifa undir. Forstjóri Landspítalans segir erfitt að segja til um hvaða áhrif samningurinn muni hafa á kjaraviðræður við aðrar stéttir.

Þeir hjúkrunarfræðingar sem mbl.is ræddi við eftir kynningarfund um nýja samninginn eiga von á launahækkun upp á ca. 15 þúsund krónur fyrir skatta.

Björn Zoëga, forstjóri Landsspítalans, segir það þó alveg ljóst að innan spítalans starfi stéttir sem falli undir jafnlaunaátak ríkisstjórnarinnar. Þær stéttir hafi þá ákveðinn rétt til að þeirra mál séu unnin á sambærilegan hátt og gert var í tilfelli hjúkrunarfræðinga. Hann vonast til að kjarabæturnar sem samið var um dugi til að allar uppsagnir sem eiga að taka í gildi 1. mars verði dregnar til baka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert