Fjármál utan við innri markað?

Seðlabanki Evrópu
Seðlabanki Evrópu mbl.is/reuters

„Fari mál þannig að Ísland geti ekki tekið upp gerðir [Evrópusambandsins] um eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði kann það á endanum að leiða til þess að fjármálaþjónusta á Íslandi verði ekki lengur hluti af innri markaði ESB, með beinum afleiðingum fyrir íslenska fjármálakerfið í alþjóðlegu umhverfi.“

Þetta er fullyrt í árlegri skýrslu Össurrar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkismál, sem dreift hefur verið á Alþingi og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Í skýrslunni segir að það valdi vaxandi áhyggjum að teikn séu á lofti um að þrengja kunni að EES-samningnum og virkni hans. Fjallað er um umræðuna um hvort innleiðing gerða ESB feli í sér framsal ríkisvalds sem brjóti gegn stjórnarskránni, einkum varðandi reglur vegna upptöku nýs eftirlitskerfis með fjármálamörkuðum í Evrópu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert