Landvernd fagnar frumvarpi

Landvernd fagnar endurnýjun laga um náttúruvernd. Telja samtökin frumvarpið veita skýrari umgjörð en áður hefur verið um vernd íslenskrar náttúru. Samtökin gera þó athugasemdir við einstaka kafla og greinar frumvarpsins.

„Landvernd fagnar endurnýjun laga um náttúruvernd. Frumvarpið er heilsteyptari og skýrari umgjörð en við höfum áður haft um vernd íslenskrar náttúru. Landvernd sér ástæðu til að fagna sérstaklega ýmsum nýmælum í lögunum miðað við núgildandi lög og skerptum áherslum eða breytingum á öðrum köflum. Hér má nefna skýrari markmiðssetningu, kafla um meginreglur, aðlögun friðlýsingaflokka að alþjóðlegum viðmiðum, heimild til friðlýsingar heilla vatnasviða, viðbætur og breytingar á kafla um vernd jarðminja, vistkerfa, vistgerða og tegunda, kafla um framandi tegundir, akstur utan vega, vöktun náttúrunnar og bætt þvingunarúrræði stjórnvalda til að framfylgja lögunum,“ segir í umsögninni.

Sjá má frekari athugasemdir við kafla og greinar frumvarpsins í viðhengi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert