Nýjar skurðstofur líklega rifnar niður

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Það er verið að skoða hvort eina staðan í málinu sé að rífa niður tvær skurðstofur, innréttingar sem kosta nokkra tugi milljóna, og koma annarri starfsemi þar fyrir í staðinn.“

Þetta segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja, í Morgunblaðinu í dag.

Í maí árið 2010 var tveimur nýjum og fullbúnum skurðstofum lokað og hafa þær ekki verið opnaðar síðan. Þar með var öllum skurðaðgerðum beint annað og um leið öllum áhættufæðingum beint á LSH. Fæðingum hjá HSS hefur í framhaldinu fækkað verulega og segir Sigríður álitamál hvernig fæðingarþjónusta verður á HSS á næstunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert