„Það yrði algjör hrákasmíð“

mbl.is/ÞÖK

„Ef mönnum er einhver alvara í því að búa til rekstrarumhverfi fyrir sjávarútveginn, sem hann getur búið við, þá svarar þetta frumvarp því ekki og ef það yrði afgreitt einhvern veginn með þessum hætti þá er alveg ljóst mál að það yrði algjör hrákasmíð.“

Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í atvinnuveganefnd, um fiskveiðistjórnunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er í umsagnarferli í nefndinni.

Að sögn Einars er málið að hans mati á algjöru frumstigi. Þannig skorti allt mat á áhrifum þeirra breytinga sem frumvarpið felur í sér frá fyrri fiskveiðistjórnunarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Enginn geti því fullyrt nákvæmlega um það á þessari stundu hver áhrifin verði. Þá bendir Einar á í umfjöllun um þetta mál í Morgublaðinu í dag, að algjörlega óhjákvæmilegt sé að fá sérfræðiálit á frumvarpinu líkt og gert hafi verið með önnur fiskveiðistjórnunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert