Fer eftir fyrirætlunum stjórnarinnar

Þráinn Bertelsson
Þráinn Bertelsson Ernir Eyjólfsson

Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, segist ætla að skoða tillögu Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina í ljósi þess hvað hún ætli sér fyrir með stjórnarskrárfrumvarpið. Þráinn var upphaflega kjörinn á þing fyrir Borgarahreyfinguna.

Hann segist ekki geta svarað því hvort hann komi til með að styðja vantrauststillöguna þar sem hann hafi ekki lesið hana og hann viti ekki hvað stjórnin ætli sér að gera með stjórnarskrárfrumvarpið.

„Ef stjórnin ætlar ekki að reyna að koma málinu í gegn þá sýnist mér hún ekki gera mikið gagn. Hún er þá ekki að sinna því sem hún á að sinna. Ég mun skoða tillöguna í því ljósi,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert