Getur bjargað sér undan vantrausti

Dögun
Dögun

„Framkvæmdaráð Dögunar skorar á ríkisstjórnina að setja fram raunhæfa áætlun þegar í stað um að ljúka stjórnarskrármálinu fyrir þinglok eins og kjósendum var lofað.“

Þetta segir í ályktun framkvæmdaráðsins sem samþykkt var í kvöld. Þar segir áfram: „Þór Saari, þingmaður og frambjóðandi Dögunar, hefur árangurslaust undanfarnar vikur krafið forystu ríkisstjórnarflokkanna um slíka áætlun þar sem andstæðingum stjórnlagaumbóta verði gefið hóflegt svigrúm til að ræða enn frekar um efni málsins.

Minnt er á að málið hefur verið unnið ítarlega í rúm tvö ár á vettvangi Alþingis, stjórnlaganefndar, þjóðfundar og stjórnlagaráðs og í allan vetur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Bregðist ríkisstjórnarflokkarnir tímanlega við þessari áskorun mun Dögun hvetja til þess að vantrauststillagan verði afturkölluð.  Að öðrum kosti lýsir Dögun fullri ábyrgð á ríkisstjórnina fyrir að svíkja landsmenn um þær umbætur á stjórnarskrá sem kjósendur hafa lýst yfirgnæfandi stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert