Hanna Birna: Fólk öðlist trú á framtíðina

Hanna Birna Kristjánsdóttir á landdsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.
Hanna Birna Kristjánsdóttir á landdsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. mbl.is/Árni Sæberg

„Kæru landsfundarfulltrúar. Það er ríkisstjórn í landinu. Það er kannski ekki alltaf augljóst en hún er samt þarna enn,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, frambjóðandi til varaformanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins fyrir stundu.

Hanna Birna dró saman viðhorf ríkisstjórnarinnar til atvinnulífsins svona:

„Ef það hreyfist - er það skattlagt. Ef það heldur áfram að hreyfast - eru sett lög á það. Og ef það stoppar - er það sett á opinbera styrki.“

Hanna Birna býður sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún ítrekaði í ræðu sinni í dag að hún stefndi ekki á formannssætið í flokknum.

Sagði hún að stundum hefði verið haft í flimtingum að forystumenn ríkisstjórnarinnar skildu ekki ensku. Enn alvarlegra væri að þeir skildu ekki íslensku og vísaði þar til sambandsleysis stjórnvalda við þjóðina.

„Þessar kosningar snúast um það eitt að fólkið í þessu landi öðlist trú á framtíðina,“ sagði Hanna Birna. Skattahækkanir hefðu gengið það nærri fólkinu í landinu að það sæi vart vonarglætu. Skuldastaða heimilanna væri ekki viðunandi, margar fjölskyldur gætu ekki meira.

Alvöru lýðræðisflokkur

„Sjálfstæðisflokkurinn er alvöru lýðræðisflokkur. 20.000 einstaklingar um land allt tóku þátt í að stilla upp framboðslistum fyrir næstu alþingiskosningar,“ sagði Hanna Birna og benti á að það væru rúmlega helmingi fleiri en allir þeir sem tóku þátt í að stilla upp listum fyrir alla aðra stjórnmálaflokka landsins.

Þá minnti hún á að Steingrímur J. Sigfússon hefði fengið innan við 200 atkvæði í prófkjöri VG í 40.000 manna kjördæmi, þ.e. Norðausturkjördæmi, og hvernig Guðmundur Steingrímsson lét handvelja sig sem formann flokksins af kunningjum og vinum. Sagðist Hanna Birna ekki vita hvort stuðninsmenn Guðmundar hefðu mætt í Star Wars-búningum á fundinn hjá Bjartri framtíð, „en í borgarstjórn hljóma þeir að minnsta kosti oft eins og þeir séu af allt annarri plánetu,“ sagði Hanna Birna.

„Við erum öll í framboði. Við sem eigum sameiginlega drauma fyrir framtíð Íslands erum öll frambjóðendur flokksins. Við erum boðberar hugsjóna og fulltrúar frelsisins,“ sagði Hanna Birna. „Árið 2013 verður ár nýs upphafs fyrir Ísland.“

„Við sjálf getum haft áhrif til góðs“

Ræða Hönnu Birnu var á persónulegum nótum. Hún rifjaði upp þegar hún sat ásamt verðandi eiginmanni sínum í gömlum Fiat og hlustaði á hann segja uppnuminn frá deginum sínum, eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins 1991. 

„Ég hugsaði með mér. Hvað er það eiginlega við þennan landsfund?  Skyldi ég einhvern tíma verða svo uppnumin í pólitík að ég geti með svona mikilli gleði og stolti varið fjórum heilum dögum á fundi til að ræða framtíð lands og þjóðar. Ég skal viðurkenna að á þessum rúnti á litla Fiatnum okkar - þar sem við vorum bæði 22 árum yngri – ég með herðapúða og Villi með strípur - þá var ég ekki sannfærð um að svo yrði.“

Á landsfundi 1996 hefði hún hins vegar sannfærst algjörlega um töfra þessarar samkomu og upplifað stolt, gleði og þakklæti yfir að tilheyra hópi fólks sem léti sig málin varða. „Ég er í stjórnmálum því mig langar að einmitt þessi tilfinning – þessi vissa um að við sjálf getum haft áhrif til góðs nái til sem flestra.“

„Spurðu hvað þú getur gert“

Hún sagði einnig frá heimsókn sinni til Harvard-háskóla fyrir skömmu þar sem hún hefði tekið hús á Harvard Kennedy School of government. Þar hefði hún veitt athygli spjöldum þar sem stóð „spurðu hvað þú getur gert“ með vísan til frægrar ræðu Johns F. Kennedy þar sem forsetinn hvatti þegna sína til að spyrja ekki hvað Bandaríkin gætu gert fyrir þá heldur hvað þeir gætu gert fyrir Bandaríkin.

„Undir þessari lýsingu varð mér hugsað heim. Heim til Íslands sem þarf svo mikið  á því að halda að við öll, hvert fyrir sig og hvert fyrir annað, spyrjum okkur að því hvað  við getum gert. Hvað við getum gert fyrir landið okkar, fólkið og framtíðina,“ sagði Hanna Birna.

Hún sagði verkefnin framundan stærri en svo að þau yrðu leyst af atvinnustjórnmálamönnum, einum leiðtoga eða ríkisstjórn. Íslendingar þyrftu að vera reiðubúnir að spyrja fyrst hvað þeir gætu gert áður en lausnanna væri leitað hjá stjórnmálamönnum. „Hér í salnum eru fjölmargir einstaklingar sem hafa spurt sig hvað þeir geta sjálfir gert. Einstaklingar sem biðu ekki eftir því að aðrir gengju til verka fyrir þá heldur gerðu það sjálfir,“ sagði Hanna Birna.

Hún rifjaði upp að hún hefði sjálf verið í framboði gegn Bjarna Benediktssyni á síðasta landsfundi og fengið fínan stuðning. „Ég margítrekaði á síðasta landsfundi að ég myndi ekki bjóða mig aftur fram til formanns á þessu kjörtímabili, heldur virða ykkar val, kæru félagar, á síðasta landsfundi.  Við það stendur. Ég tók engu að síður ákvörðun um að gefa kost á mér til varaformanns. Það er svar mitt við spurningunni „hvað get ég gert?”.“

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun Ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Keyrðu á ljósastaur og stungu af

07:27 Um klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi í Breiðholti, en bifreið var þar ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvang strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Meira »

Þrír í 8 fm herbergi og borga 210 þúsund

07:14 Algeng leiga fyrir herbergi með tveimur rúmum og stundum fataskáp, með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, sem er um átta fermetrar eða þar um bil, er á bilinu 55 til 65 þúsund krónur á mánuði. Meira »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Til leigu rúmgóð og falleg 3ja herb íbúð við Norðurgötu á Akureyri.
Til leigu rúmgóð og falleg 3ja herb íbúð við Norðurgötu, efri hæð í tvíbýli. L...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Þormóðsslysið var hræðilegt áfall og hafði mikil áhrif á Bíldudal og nærsveitir....
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...