Hanna Birna: Fólk öðlist trú á framtíðina

Hanna Birna Kristjánsdóttir á landdsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.
Hanna Birna Kristjánsdóttir á landdsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. mbl.is/Árni Sæberg

„Kæru landsfundarfulltrúar. Það er ríkisstjórn í landinu. Það er kannski ekki alltaf augljóst en hún er samt þarna enn,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, frambjóðandi til varaformanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins fyrir stundu.

Hanna Birna dró saman viðhorf ríkisstjórnarinnar til atvinnulífsins svona:

„Ef það hreyfist - er það skattlagt. Ef það heldur áfram að hreyfast - eru sett lög á það. Og ef það stoppar - er það sett á opinbera styrki.“

Hanna Birna býður sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún ítrekaði í ræðu sinni í dag að hún stefndi ekki á formannssætið í flokknum.

Sagði hún að stundum hefði verið haft í flimtingum að forystumenn ríkisstjórnarinnar skildu ekki ensku. Enn alvarlegra væri að þeir skildu ekki íslensku og vísaði þar til sambandsleysis stjórnvalda við þjóðina.

„Þessar kosningar snúast um það eitt að fólkið í þessu landi öðlist trú á framtíðina,“ sagði Hanna Birna. Skattahækkanir hefðu gengið það nærri fólkinu í landinu að það sæi vart vonarglætu. Skuldastaða heimilanna væri ekki viðunandi, margar fjölskyldur gætu ekki meira.

Alvöru lýðræðisflokkur

„Sjálfstæðisflokkurinn er alvöru lýðræðisflokkur. 20.000 einstaklingar um land allt tóku þátt í að stilla upp framboðslistum fyrir næstu alþingiskosningar,“ sagði Hanna Birna og benti á að það væru rúmlega helmingi fleiri en allir þeir sem tóku þátt í að stilla upp listum fyrir alla aðra stjórnmálaflokka landsins.

Þá minnti hún á að Steingrímur J. Sigfússon hefði fengið innan við 200 atkvæði í prófkjöri VG í 40.000 manna kjördæmi, þ.e. Norðausturkjördæmi, og hvernig Guðmundur Steingrímsson lét handvelja sig sem formann flokksins af kunningjum og vinum. Sagðist Hanna Birna ekki vita hvort stuðninsmenn Guðmundar hefðu mætt í Star Wars-búningum á fundinn hjá Bjartri framtíð, „en í borgarstjórn hljóma þeir að minnsta kosti oft eins og þeir séu af allt annarri plánetu,“ sagði Hanna Birna.

„Við erum öll í framboði. Við sem eigum sameiginlega drauma fyrir framtíð Íslands erum öll frambjóðendur flokksins. Við erum boðberar hugsjóna og fulltrúar frelsisins,“ sagði Hanna Birna. „Árið 2013 verður ár nýs upphafs fyrir Ísland.“

„Við sjálf getum haft áhrif til góðs“

Ræða Hönnu Birnu var á persónulegum nótum. Hún rifjaði upp þegar hún sat ásamt verðandi eiginmanni sínum í gömlum Fiat og hlustaði á hann segja uppnuminn frá deginum sínum, eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins 1991. 

„Ég hugsaði með mér. Hvað er það eiginlega við þennan landsfund?  Skyldi ég einhvern tíma verða svo uppnumin í pólitík að ég geti með svona mikilli gleði og stolti varið fjórum heilum dögum á fundi til að ræða framtíð lands og þjóðar. Ég skal viðurkenna að á þessum rúnti á litla Fiatnum okkar - þar sem við vorum bæði 22 árum yngri – ég með herðapúða og Villi með strípur - þá var ég ekki sannfærð um að svo yrði.“

Á landsfundi 1996 hefði hún hins vegar sannfærst algjörlega um töfra þessarar samkomu og upplifað stolt, gleði og þakklæti yfir að tilheyra hópi fólks sem léti sig málin varða. „Ég er í stjórnmálum því mig langar að einmitt þessi tilfinning – þessi vissa um að við sjálf getum haft áhrif til góðs nái til sem flestra.“

„Spurðu hvað þú getur gert“

Hún sagði einnig frá heimsókn sinni til Harvard-háskóla fyrir skömmu þar sem hún hefði tekið hús á Harvard Kennedy School of government. Þar hefði hún veitt athygli spjöldum þar sem stóð „spurðu hvað þú getur gert“ með vísan til frægrar ræðu Johns F. Kennedy þar sem forsetinn hvatti þegna sína til að spyrja ekki hvað Bandaríkin gætu gert fyrir þá heldur hvað þeir gætu gert fyrir Bandaríkin.

„Undir þessari lýsingu varð mér hugsað heim. Heim til Íslands sem þarf svo mikið  á því að halda að við öll, hvert fyrir sig og hvert fyrir annað, spyrjum okkur að því hvað  við getum gert. Hvað við getum gert fyrir landið okkar, fólkið og framtíðina,“ sagði Hanna Birna.

Hún sagði verkefnin framundan stærri en svo að þau yrðu leyst af atvinnustjórnmálamönnum, einum leiðtoga eða ríkisstjórn. Íslendingar þyrftu að vera reiðubúnir að spyrja fyrst hvað þeir gætu gert áður en lausnanna væri leitað hjá stjórnmálamönnum. „Hér í salnum eru fjölmargir einstaklingar sem hafa spurt sig hvað þeir geta sjálfir gert. Einstaklingar sem biðu ekki eftir því að aðrir gengju til verka fyrir þá heldur gerðu það sjálfir,“ sagði Hanna Birna.

Hún rifjaði upp að hún hefði sjálf verið í framboði gegn Bjarna Benediktssyni á síðasta landsfundi og fengið fínan stuðning. „Ég margítrekaði á síðasta landsfundi að ég myndi ekki bjóða mig aftur fram til formanns á þessu kjörtímabili, heldur virða ykkar val, kæru félagar, á síðasta landsfundi.  Við það stendur. Ég tók engu að síður ákvörðun um að gefa kost á mér til varaformanns. Það er svar mitt við spurningunni „hvað get ég gert?”.“

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Í gær, 22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

Í gær, 21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

Í gær, 20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

Í gær, 20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

Í gær, 19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn af hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

Í gær, 19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

Í gær, 19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

Í gær, 19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

Í gær, 19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

Í gær, 18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

Í gær, 18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

Í gær, 18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

Í gær, 18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

Í gær, 17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

Í gær, 16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

Í gær, 17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

Í gær, 16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

Í gær, 16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Hljómsveit Antons Kröyer
Hljómsveit ANTONS KRÖYER Lifandi tónlist : dúett - tríó. V/ brúðkaup - afmæli - ...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...