Hanna Birna: Fólk öðlist trú á framtíðina

Hanna Birna Kristjánsdóttir á landdsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.
Hanna Birna Kristjánsdóttir á landdsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. mbl.is/Árni Sæberg

„Kæru landsfundarfulltrúar. Það er ríkisstjórn í landinu. Það er kannski ekki alltaf augljóst en hún er samt þarna enn,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, frambjóðandi til varaformanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins fyrir stundu.

Hanna Birna dró saman viðhorf ríkisstjórnarinnar til atvinnulífsins svona:

„Ef það hreyfist - er það skattlagt. Ef það heldur áfram að hreyfast - eru sett lög á það. Og ef það stoppar - er það sett á opinbera styrki.“

Hanna Birna býður sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún ítrekaði í ræðu sinni í dag að hún stefndi ekki á formannssætið í flokknum.

Sagði hún að stundum hefði verið haft í flimtingum að forystumenn ríkisstjórnarinnar skildu ekki ensku. Enn alvarlegra væri að þeir skildu ekki íslensku og vísaði þar til sambandsleysis stjórnvalda við þjóðina.

„Þessar kosningar snúast um það eitt að fólkið í þessu landi öðlist trú á framtíðina,“ sagði Hanna Birna. Skattahækkanir hefðu gengið það nærri fólkinu í landinu að það sæi vart vonarglætu. Skuldastaða heimilanna væri ekki viðunandi, margar fjölskyldur gætu ekki meira.

Alvöru lýðræðisflokkur

„Sjálfstæðisflokkurinn er alvöru lýðræðisflokkur. 20.000 einstaklingar um land allt tóku þátt í að stilla upp framboðslistum fyrir næstu alþingiskosningar,“ sagði Hanna Birna og benti á að það væru rúmlega helmingi fleiri en allir þeir sem tóku þátt í að stilla upp listum fyrir alla aðra stjórnmálaflokka landsins.

Þá minnti hún á að Steingrímur J. Sigfússon hefði fengið innan við 200 atkvæði í prófkjöri VG í 40.000 manna kjördæmi, þ.e. Norðausturkjördæmi, og hvernig Guðmundur Steingrímsson lét handvelja sig sem formann flokksins af kunningjum og vinum. Sagðist Hanna Birna ekki vita hvort stuðninsmenn Guðmundar hefðu mætt í Star Wars-búningum á fundinn hjá Bjartri framtíð, „en í borgarstjórn hljóma þeir að minnsta kosti oft eins og þeir séu af allt annarri plánetu,“ sagði Hanna Birna.

„Við erum öll í framboði. Við sem eigum sameiginlega drauma fyrir framtíð Íslands erum öll frambjóðendur flokksins. Við erum boðberar hugsjóna og fulltrúar frelsisins,“ sagði Hanna Birna. „Árið 2013 verður ár nýs upphafs fyrir Ísland.“

„Við sjálf getum haft áhrif til góðs“

Ræða Hönnu Birnu var á persónulegum nótum. Hún rifjaði upp þegar hún sat ásamt verðandi eiginmanni sínum í gömlum Fiat og hlustaði á hann segja uppnuminn frá deginum sínum, eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins 1991. 

„Ég hugsaði með mér. Hvað er það eiginlega við þennan landsfund?  Skyldi ég einhvern tíma verða svo uppnumin í pólitík að ég geti með svona mikilli gleði og stolti varið fjórum heilum dögum á fundi til að ræða framtíð lands og þjóðar. Ég skal viðurkenna að á þessum rúnti á litla Fiatnum okkar - þar sem við vorum bæði 22 árum yngri – ég með herðapúða og Villi með strípur - þá var ég ekki sannfærð um að svo yrði.“

Á landsfundi 1996 hefði hún hins vegar sannfærst algjörlega um töfra þessarar samkomu og upplifað stolt, gleði og þakklæti yfir að tilheyra hópi fólks sem léti sig málin varða. „Ég er í stjórnmálum því mig langar að einmitt þessi tilfinning – þessi vissa um að við sjálf getum haft áhrif til góðs nái til sem flestra.“

„Spurðu hvað þú getur gert“

Hún sagði einnig frá heimsókn sinni til Harvard-háskóla fyrir skömmu þar sem hún hefði tekið hús á Harvard Kennedy School of government. Þar hefði hún veitt athygli spjöldum þar sem stóð „spurðu hvað þú getur gert“ með vísan til frægrar ræðu Johns F. Kennedy þar sem forsetinn hvatti þegna sína til að spyrja ekki hvað Bandaríkin gætu gert fyrir þá heldur hvað þeir gætu gert fyrir Bandaríkin.

„Undir þessari lýsingu varð mér hugsað heim. Heim til Íslands sem þarf svo mikið  á því að halda að við öll, hvert fyrir sig og hvert fyrir annað, spyrjum okkur að því hvað  við getum gert. Hvað við getum gert fyrir landið okkar, fólkið og framtíðina,“ sagði Hanna Birna.

Hún sagði verkefnin framundan stærri en svo að þau yrðu leyst af atvinnustjórnmálamönnum, einum leiðtoga eða ríkisstjórn. Íslendingar þyrftu að vera reiðubúnir að spyrja fyrst hvað þeir gætu gert áður en lausnanna væri leitað hjá stjórnmálamönnum. „Hér í salnum eru fjölmargir einstaklingar sem hafa spurt sig hvað þeir geta sjálfir gert. Einstaklingar sem biðu ekki eftir því að aðrir gengju til verka fyrir þá heldur gerðu það sjálfir,“ sagði Hanna Birna.

Hún rifjaði upp að hún hefði sjálf verið í framboði gegn Bjarna Benediktssyni á síðasta landsfundi og fengið fínan stuðning. „Ég margítrekaði á síðasta landsfundi að ég myndi ekki bjóða mig aftur fram til formanns á þessu kjörtímabili, heldur virða ykkar val, kæru félagar, á síðasta landsfundi.  Við það stendur. Ég tók engu að síður ákvörðun um að gefa kost á mér til varaformanns. Það er svar mitt við spurningunni „hvað get ég gert?”.“

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Liggur á að koma upp enn einu hótelinu

20:16 „Það er ekkert ofmælt að þetta sé helgasti staður þjóðarinnar. Erlendis eru menn ekkert að flýta sér og kasta til höndum þegar þeir skipuleggja og kasta til hendi á þannig stöðum. Fornleifarannsóknin stendur enn yfir en það liggur samt rosa mikið á að koma upp enn einu hótelinu.“ Meira »

Dregið úr leit að manni við Gullfoss

20:13 Leit að manninum sem fór í Gullfoss í gær er lokið í dag og eru síðustu hóparnir að klára sín verkefni að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Verið er að funda um næstu skref en ljóst er að dregið verður úr leitinni strax á morgun. Meira »

Myrk matarupplifun og tamdir hrafnar

19:51 Á bænum Vatnsholti í Flóahreppi kennir ýmissa grasa en þar reka athafnahjónin Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir sveitahótel og veitingastaðinn Blind Raven sem óhætt er að segja að eigi engan sinn líka. Ásamt því að standa í rekstri rækta hjónin einnig hrafna og hafa fuglarnir frá Vatnsholti slegið í gegn á undanförnum árum. Meira »

„Hún er ótrúlega sterk“

19:23 Fyrir tæpum átta vikum lenti Lára Sif Christiansen í alvarlegu hjólreiðaslysi sem olli því að í dag er hún lömuð frá brjósti og óvíst er hvort hún muni ganga á ný. Meira »

Margir skilja íslensk lög illa

18:44 Torskilin orð, setningaskipan og flókinn texti koma í veg fyrir að margir Íslendingar skilji íslenska lagatexta. Þetta er niðurstaða forrannsóknar á skilningi almennings á lagatextum sem var gerð síðasta sumar en þá voru þátttakendur fáir svo rannsaka þarf skilning almennings á réttindum sínum og skyldum betur. Meira »

Vatnavextir hafa náð hámarki

18:20 Miklir vatnavextir eru í Eldvatni í Vestur-Skaftafellssýslu í kjölfar mikillar úrkomu á svæðinu síðustu tvo daga. Engin hætta stafar af vatninu gagnvart umferð eða nærliggjandi byggð. Meira »

40% íbúa skrifa undir óánægjuskjal

17:08 Íbúar í Fjallabyggð afhentu í dag bæjarstjórn Fjallabyggðar undirskriftalista þar sem formlega er mótmælt breytingum á fræðslustefnu sveitarfélagsins. Um 600 manns eða tæplega 40 prósent íbúa skrifuðu undir. Meira »

Fór líklega ofan í fyrir ofan fossinn

18:05 Sporhundur rakti slóð hælisleitandans sem fór í Gullfoss í gær að svæði fyrir ofan fossinn. Bílinn, sem lögregla beindi sjónum sínum að fljótlega eftir að rannsókn á slysinu hófst, hafði maðurinn fengið að láni en ekki er um að ræða bílaleigubíl. Meira »

Mengun ekki yfir mörk á Ylströnd

16:50 Saurkólígerlamengun við Faxaskjól var yfir mörkum í sýni heilbrigðiseftirlitsins sem er var tekið 19. júlí. Þeir voru 2.000 í 100 ml. Daginn áður, 18. júlí, þegar neyðarlokan var opnuð við dælustöðina í Faxaskjóli voru þeir heldur fleiri eða 71.000/18.000 saurkólígerlar/enterokokkar í 100 ml. Meira »

Olía lak úr rútu á Vonarstræti

16:33 Um 25 lítrar af olíu láku úr rútu á Vonarstræti og hefur götunni verið lokað meðan á þrifum stendur. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var sendur einn dælubíll í útkallið en unnið er að hreinsun á hreinsibílum með sápu. Meira »

Þrjú og hálft ár fyrir kókaínsmygl

16:28 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær brasilískan karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Honum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á samtals 1.950 ml af kókaíni sem hafði 69% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Meira »

Barnabarnið skaðbrennt eftir garðvinnu

16:14 Eftir garðvinnu með ömmu sinni hlaut Stefán, 12 ára, mikil brunasár á höndum. Útbrotin komu í ljós 48 tímum eftir að þau höfðu setið og átt gæðastund í garðinum og hreinsað til. Við athugun kom í ljós að plantan Bjarnarkló var skaðvaldurinn en hún getur valdið alvarlegum bruna og blindu. Meira »

Guðna minnst með þakklæti og hlýju

16:10 Guðni Baldursson, einn stofnenda og fyrsti formaður Samtakanna ’78, er látinn, 67 ára að aldri. Hann var brautryðjandi og óþreytandi í baráttu sinni fyrir réttindum hinsegin fólks á Íslandi og margir minnast hans með miklu þakklæti og hlýhug í samantekt sem birtist á gayicleand.is Meira »

Saurkólígerlamengun í Varmá

15:24 Fiskadauðann, sem varð 14. júlí síðastliðinn í Varmá í Mosfellsbæ, má líklega rekja til skyndilegrar mengunar í Varmá vegna efnanotkunar á vatnasviði árinnar. Efnið hefur líklega borist í ána um regnvatnslagnir sem taka ofanvatn eða regnvatn í niðurföllum á götum og lóðum. Meira »

Bora holur í Surtsey í rannsóknarskyni

15:06 Stærsta rannsókn frá upphafi í Surtsey hefst í ágúst. Ætlunin er að bora holur í eyjunni og nýta gögnin sem fást til margvíslegra og flókinna rannsókna. Meira »

Íbúðir koma í stað fiskvinnslu

15:25 Stórvirkar vinnuvélar vinna nú að því að rífa atvinnuhúsnæðið á Keilugranda 1 í vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnufélagið Búseti byggja 78 íbúðir á næstu misserum. Meira »

Vill meira eftirlit með Eiðsvík

15:09 „Við leggjum þunga á að borgaryfirvöld bregðist við og grípi til aðgerða. Okkur finnst skrítið að það sé ekki hægt að finna út hvaðan mengunin kemur,“ segir varaformaður íbúasamtaka Grafarvogs um olíulekann í Grafarvogslæk. Meira »

Finna enn ekkert í brunnum

14:31 Enn er unnið að því að hreinsa upp olíumengunina í Grafarlæk í Grafarvogi. Starfsmenn Veitna hafa síðustu daga aðstoðað Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur við að leita að upptökum olíumengunar sem rennur úr regnvatnskerfinu í lækinn í botni Grafarvogs. Meira »
Almanak til sölu..
Til sölu almanak Ólafs S Thorgeirssonar, 18 bindi. Vestur Íslenskur fróðleikur ...
SómaJulla
Sóma Julla, Selva mótor 60hp, dýptarmælir, GPS, 2 rafgeymar, rafmagnsdæla, handd...
 
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...