14 stiga hiti á Seyðisfirði

Það er búið að vera hlýtt á Akureyri í dag.
Það er búið að vera hlýtt á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

14 stiga hiti var á Seyðisfirði í morgun. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hiti í dag verði nálægt landsdægurmeti, en það er 15 stig. Spáð er kólnandi veðri og hörðu frosti á sunnudaginn.

Búið er að vera mjög hlýtt hér á landi alla síðustu viku og raunar er búið að vera milt veður frá miðjum þessum mánuði. Flest bendir til að dagurinn í dag verði sá hlýjasti í þessum hlýindakafla. Á Akureyri mældist um 12 stiga hiti snemma í morgun. Kl. 11 í morgun var 14 stiga hiti á Seyðisfirði og 12,8 stiga hiti á Staðarhóli í Þingeyjarsýslu.

Þorsteinn segir að þessi hlýindakafli sé brátt á enda. Það kólni á morgun og á miðvikudaginn geri frost um norðan- og austanvert landið. Hann segir að það hlýni síðan aðeins á föstudaginn, en kólni síðan aftur um helgina. Á sunnudaginn verði norðanátt og mikið frost um allt land.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert