Flotinn eldist og stækkar

Þorsteinn GK frá Raufarhöfn er eitt elsta skip flotans, smíðað …
Þorsteinn GK frá Raufarhöfn er eitt elsta skip flotans, smíðað 1946. mbl.is/Jón Páll

Íslensk fiskiskip eldast með hverju árinu, enda hefur endurnýjun verið lítil síðustu ár. Í árslok 2012 var meðalaldurinn um 24 ár og fimm mánuðir og var fiskiskipastóllinn rúmlega átta mánuðum eldri að meðaltali heldur en í árslok 2011.

Meðalaldur vélskipa var tæp 23 ár, togaraflotans rúm 27 ár og opinna fiskibáta tæp 26 ár. Meðalsmíðaár fiskiskipaflotans var árið 1988 og þilfarsskipaflotans (vélskipa og togara) árið 1989.

Alls voru 1.690 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun í lok árs 2012 og hafði þeim fjölgað um 35 frá árinu áður. Vélskipum hafði fjölgað um 14 á milli ára, togurum fækkaði um tvo og opnum fiskibátum fjölgaði um 23 í fyrra. Fjöldi vélskipa var 778, togarar voru 56 og opnir fiskibátar voru 856 talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert