Markarfljótið fært til?

Hugmynd að nýjum farvegi Markarfljóts.
Hugmynd að nýjum farvegi Markarfljóts. mbl.is

„Undirbúningur að þessu er skammt á veg kominn og á algjöru frumstigi. Eftir er að ræða við landeigendur, opinberar stofnanir og fleiri. Þetta er meðal þeirra leiða sem taldar eru skila árangri en áhrifa af færslu Markarfljóts myndi ekki gæta strax. Það eru engar skyndilausnir til í þessu.“

Þetta segir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar, en Danska straumfræðistofnunin (DHI) hefur m.a. lagt til færslu á farvegi Markarfljóts til austurs um 2,5 km til að draga úr sandburði í Landeyjahöfn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Upplýst er um þessa niðurstöðu stofnunarinnar í síðustu fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja þegar greint var þar frá fundi samráðshóps um samgöngur sem fram fór í síðustu viku hjá Siglingastofnun. Á þeim fundi voru kynntar niðurstöður rannsókna DHI á Landeyjahöfn. Skoðuðu dönsku sérfræðingarnir strandbreytingar, stöðugleika strandar, skoðun á öldufari, sandburði og straummælingum. Þá skoðuðu Danirnir hvort væri hægt að bæta höfnina með lengingu varnargarða. Niðurstaða þeirra var sú að lenging bætti ekki hafnaraðstöðuna heldur þvert á móti, straumur og ölduhæð myndu aukast og gera innsiglinguna enn erfiðari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert